Kalkúnabringa með salvíu og lauksósu

IMG_1503.jpg

Þetta hófst allt einhvern veginn svona…Og bringan var sirka 900 grömm.

IMG_1490.jpgTveir laukar og 2 sellerístikar á botninn, kalkúnabringan böðuð í ólífuolíu, sjávarsalti og hvítum pipar og skellt ofaná.

“Nokkar” smjörklípur í fatið og slatti af salvíu ofaná bringuna.

Nokkrar smjörklípur þar ofaná líka. Og inn í ofn.

Hafði ofninn á 150-160 gráðum til að byrja með og þegar grænmetið var svona aðeins farið að taka lit, sletti ég sirka einu glasi (400 ml eða svo) af vatni útí fatið (til að bringan myndi ekki þorna

Síðan var ausið yfir bringuna við og við – soðinu sem varð til það er að segja. Annars þornar bringan;)

Og að borða þurra kalkúnabringu er dálítið eins og að borða gamalt dagblað.

Alveg hægt, en ekkert gott…

Eftir sirka 20 mínútur duttu nokkrar kartöflur í fatið og aðeins meira vatn.

Það fór líka smá timian og oregano í fatið á sama tíma og kartöflurnar. Sem má líka alveg fara inn á sama tíma. Og meira salt og meira smjör;) 

Eftir sirka 20 mínútur  til viðbótar (40 mínútur allt í allt það er!) síaði ég soðið af að mestu, bringan fór aftur inn og ég hækkaði aðeins hitann – í sirka 180 gráður í um 20 mínútur. 

Þegar bringan kom út, leyfði ég henni að hvílast eftir allt puðið í ofninum á meðan annað fór fram – sirka 10 mínútur eða svo. 

Tók töluvert af lauknum og salvíunni úr fatinu með og hóf sósugerð.

Sósan:

Nokkrir sveppir lentu á pönnu ásamt 1-2 msk af smjöri og smá sjávarsalti.

Síðan duttu tvær matskeiðar af hveiti þar útí og loks soðið (ásamt lauknum og salvínnu), meira vatn, smá rjómi, smá timian og oregano í viðbót…einn teningur af kjúklingakrafti því þótt soðið væri gott var það ekki mjög bragðmikið.

Það vantaði sætu og eitthvað smá.

Teskeið af hungangi, önnur af sinnepi, smá sletta (1 tsk eða svo) af sojasósu.

Smá salt, smá pipar, ögn af negul….

Algjörlega fullkomin sósa með kalkúnabringunni.

Grænar strengjabaunir fengu viðkomu í bullsjóðandi og söltuðu vatni og fengu að vera með.

Fleira var það ekki. Og þetta var dásamlega gott.

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s