Blómkál í ofni með satay sósu

 

img_1563Stundum nennir maður ekki út í búð og ef það eru til egg, þá er til matur.

Og ef það er til blómkál. Þá er um að gera að elda það!

Og krukka af satay sósu? 

Það er kannski varla hægt að kalla þetta uppskrift en samt!

Þetta var fáránlegt gott miðað við litla fyrirhöfn og fá hráefni.

Tveir einmana litlir blómkálshausar í ísskápnum, skornir í bita og hent í fat með ólífuolíu, sjávarsalti og turmerik.

Krukka af satay sósu opnuð og hituð.

Tvö egg spæld á pönnu.

Og þar með er kvöldmaturinn tilbúinn. 

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s