Einfalt og gott.
Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti.
Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur.
Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri – slettu af hvoru. Og steiktur.
1 kg þorskhnakkar
1 stór laukur
5-6 msk hveiti
1 msk turmerik
1 msk sæt paprika
1 msk oregano
1 tsk sjávarsalt
1 tsk hvítur pipar
ólífuolía og smjör
Það er samt best að byrja á grænmetinu, því það tekur sinn tíma í ofni.
1 stór blómkálshaus
7-8 stórar gulrætur
Skorið í stóra bita, sett í eldfast fat og velt úr smá ólífuolíu, sjávarsalti, hvítum pipar og vænni slettu af turmerik.
Leyft að malla við sirka 200 gráður eða meira í 40-60 mínútur og hrært í við og við.
Þar til það er passlegt – ekki of maukað og ekki of stökkt.
Eða bara eftir smekk!
Verði ykkur að góðu:)