Fiskur dagsins með fennel og fleiru

IMG_2012.jpgKartöflurnar duttu í í fat með smávegis af sjávarsalti, “smávegis” af andafitu (3-4 kúfuðum msk eða svo) og slettu af vatni. Settar á háan hita í ofn. Gulrætur og fennel duttu á pönnuna ásamt andafitu (líka “smávegis”) og sjávarsalti. Pannan var sett á lágan hita og þessu leyft að krauma.

IMG_2005.jpg

Síðan fór ég að gera eitthvað allt annað – því þetta tekur smátíma hvort um sig.

Fiskurinn var einfaldur. Þorskhnakkar, smá hveiti, sjávarsalt og hvítur pipar.

Og auðvitað…andafita. Og koparpanna.

Ég verð þeim sem losaði sig við allar koparpönnurnar sínar í Góða hirðinn ævinlega þakklát. Þær koma sko að góðum notum hér á heimilinu. Eggin á morgnana væru bara alls ekki eins góð ef litla kringlótta koparpannan sem rúmar akkúrat tvö egg hefði ekki ratað til mín.

Já..að fisknum..

IMG_2006.jpg

Hveiti, salt og hvítur pipar. Ég endurtek – hvítur pipar. Sem er piparinn sem nota skal í flesta matseld sama hvað hver segir. Svartur pipar er frekar notaður sem krydd í mínum bókum, en hvítan pipar notar maður til að ná fram bragði á svipaðan hátt og salt er notað.

Ekki skil ég af hverju hann “datt úr tísku” og svartur pipar yfirtók allt, en það er allt annað stöff og á lítið erindi í flesta rétti – að mínu mati. Að minnsta kosti ekki í klassískri matargerð.

Andafita og gæsafita er nauðsynlegt hráefni til að eiga í ísskápnum og fátt er betra til að ofnsteikja kartöflur. Og ýmislegt fleira. 

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s