Flestir grænir drykkir finnst mér “of grænir”, en þessi er alveg að virka…
Passlega “grænn” og ferlega ferskur. Kvölds og morgna og hvenær sem er.
Myndir segja meira en mörg orð þannig að hér er mynd….
Eplin skræld og skorin-eitt grænt og eitt rautt.
Vínber rifin af og fleygt í blenderinn ásamt spínatinu.
Myntan rifin af stilknum og sett með.
Safinn kreistur úr 2 lime og 1 sítrónu….og sirka 500 ml af vatni saman við allt.
Og búmm…vrúmm…vrúmm…
Ég lofa að þeir sem eru ekki fyrir of græna drykki eiga eftir að elska þennan.
Stundum set ég 4-5 döðlur með, en það er alls ekki nauðsynlegt. Kannski fleiri vínber ef hann á að vera sætari? Og meiri myntu ef vill? Og ef það er ekki til fersk mynta, þá er ágætt að klippa bara eins og 2 poka af myntutei og láta útí. Myntuna sem sé og henda pokanum;) En hann er algjörlega passlegur svona.
Finnst mér allavega!
Verði ykkur að góðu!:)
One Comment Add yours