Jalapeno með hráskinku-muna að gera meira næst!

Þessi réttur hefur strax verið pantaður aftur…og það fljótlega.

Skilst að hann fari alveg sérlega vel með Óskarsverðlaununum, þannig 

að ég verð víst að halda mér vakandi eitthvað lengur en vanalega þann 26.febrúar….

img_2362

Ég var með 8 stykki jalapeno.

Skar þau í tvennt,fræhreinsaði og fyllti með:

(þetta er um það bil það sem fór í skálina og dugði fullkomlega í þetta sinn allavega!)

100-150  gr rjómaostur

50-70 gr rifinn ostur

1/4 lítill rauðlaukur – smátt skorinn

1-2 tsk oregano

smá hvítlaukssalt

smá hvítur pipar

img_2349

Þar næst tók ég hráskinku – 8 sneiðar. Skar hverja sneið í tvennt og vafði utan um allt saman. Og inn í ofn – 200 gráður í 15-20 mínútur, eða þar til hráskinkan var orðin stökk.

img_2357

Ég átti akkúrat til Miðvikudags-mojito”  

img_2274

….þó svo það sé bara þriðjudagur…og hann smellpassaði með.

Verst að það var ekkert partí – bara smá forréttur fyrir fjölskylduna!

Sem sé…muna að gera meira næst og reyna að halda sér vakandi yfir Óskarsverðlaununum. Set áminningu í símann til vonar og vara!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s