Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru

Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt! 

Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;)

Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara.

Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er og passar saman. Ég er alltaf dálítið skotin í fennel – bæði með fiski, kjöti og pasta og ef ég sé heillega slíka í verslunarferð á ég það til að kippa nokkrum með.Sjávarsalt og hvítur pipar eru oft einu kryddin sem þarf og sletta af sítrónu og góðri ólífuolíu gerir margt betra.

Hér kemur fat kvöldsins sem sé:

img_2376

Þorskur..um það bil kíló. Frekar stór og þykk stykki í þetta sinn.

1 vænn fennel

500 gr gulrætur

6 shallotlaukar

1/3 hluti blaðlaukur 

(allt skorið í frekar smá bita eða sneiðar en ekkert of svo sem)

1 sítróna (safinn kreistur yfir allt og þeim stungið þarna með)

Nokkrar vænar slettur af ólífuolíu

Sjávarsalt og hvítur pipar

img_2365

4-5 kartöflur skornar og fleygt yfir allt

Aðeins meiri ólívuolía, sjávarsalt og hvítur pipar og restin af fennelinu.

Inn í ofn og svo bara…bíða…þangað til allt er klárt!

180-190 gráður – kíkja á fatið við og við og þegar grænmetið er tilbúið og fiskurinn líka

er hægt að kalla…matur!!! 

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s