Spínat, tómatar, salvía, halloumi…smá smjör, smá ólifuolía…sítróna…
Væn smjörklípa á vel heita pönnu ásamt nokkrum blöðum af salvíu…
Þegar salvían er orðin stökk, er hún tekin af og ögn af ólíuolíu bætt á pönnuna.
Helst sítrónuolíu ef þið eigið hana, annars góða ólífuolíu – og það er líka gott að kreista safa úr ferskri sítrónu yfir salatið á eftir.
Osturinn skorinn í ágætlega þykkar sneiðar og settur á vel heita pönnuna.
Síðan er bara beðið til hann hefur tekið lit og þá er honum snúið.
Varlega. Svo hann detti ekki í sundur;)
Passa að hafa pönnuna vel heita og sýna þolinmæði – það er galdurinn til að hann nái smá lit báðum megin.
Spínat sett í skál og nokkrum góðum tómötum fleygt þar yfir.
Osturinn ofaná allt saman og loks er stökk salvían mulin yfir.
Tilbúið!
Hvort heldur sem forréttur, léttur aðalréttur eða með alls kyns öðru góðgæti á borði.
Verði ykkur að góðu!:)