Pylsurnar hennar Lindu með alls kyns gúmmelaði og tónlistarívafi

Þetta eru pylsurnar hennar Lindu, sem var eiginkona Pauls Bítils.

McCartney fjölskyldan hefur verið styrkt dyggilega af fjölskyldumeðlimum gegnum tíðina, að undanskilinni dótturinni henni Stellu af einhverjum ástæðum.

Prófaði þær fyrir nokkru síðan og hef reynt að eiga 1-2 pakka í frystinum fyrir “nenna ekki í búðina” daga. Eða þegar allir koma svangir heim og það vantar eitthvað svakalega fljótlegt.

Og þar sem það eru yfirleitt til hrísgrjón, kjúklingabaunir og fleira….þá varð þetta niðurstaðan í kvöld. Stundum er þeim bara hent inn í ofn og sinnepi slett á disk…

En ekki í kvöld!img_2543

Við skulum samt byrja á kjúklingabaununum.

Þær fóru fyrstar í ofninn og dóluðu sér í næstum 45 mínútur á 180-190 gráðum.

img_2525

1 dós kjúklingabaunir-skola og þerra vel.

Sletta af hvítlauksolíu og sletta af sítrónuolíu (eða bara ólífuolíu ef annað er ekki til).

Inn í ofn í 40-45 mínútur við 180-190 gráður.

Krydda um leið og þær koma úr ofninum og eru orðnar aðeins stökkar.

Smá reykt paprika, smá oregano, smá salt, smá hvítur pipar.

Eða bara hvað sem hugurinn girnist. Bæði hægt að nota í rétti eða sem snakk;)

Hrísgrjónin fóru að gerast þarna einhvern tímann um miðbik  “bauna-bökunar-tímans”.                                  

img_2530

Ég notaði ferskt turmerik í þetta sinn, en gott turmerik krydd getur alveg komið í staðinn – ég nota alltaf frekar mikið af því (kryddinu sem sé ) – alveg 3-4 tsk.

1 laukur – smátt saxaður

3-4 hvítlauksrif – skorin þunnt

Smá sletta af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti í pott.

Leyfa lauknum og hvítlauknum að taka smá lit – þá hrísgrjón og vatn í pottinn

(ég sirka alltaf bara…segjum…3 bolla hrísgrjón í þetta sinn? )

Og vatn…

Og eina dós af kókosmjólk

Síðan reif ég vænan bút eða tvo af turmerik á fínu rifjárni, en oft nota ég líka þurrkað og set alveg vel af því af því mér finnst það gott.

Þegar hrísgrjónin eru alveg að verða til, er tilvalið að setja alveg heilan helling af spínati útí, hræra vel og slökkva síðan undir. Við erum að tala um alveg helling. 200 grömm eða þar um bil. Eða bara eftir smekk;)

Pylsurnar fóru síðan í ofninn í sirka 10 mínútur.

Hér er uppskriftin að þeim:

Taka úr frysti – beint inn í ofn – 10 mínútur á 180 gráðum eða svo – snúa kannski einu sinni og tilbúið!

img_2529

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s