Taupokasafnið þvegið og smávegis um frauðplast og matarsóun

IMG_2719

Hluti af taupokasafni heimilisins kominn úr þvottavél – sumir hverjir hafa farið sirka vikulega í vélina í allavega 5 ár án þess að sjái á þeim. Þorna á nokkrum mínútum og hægt að kuðla saman og troða í töskur og vasa. Og henda í skottið á bílnum.

Auðvitað gleymast þeir stundum heima og þá þarf að nota plastpoka, en sem betur fer gerist það æ sjaldnar. Ekki bara umhverfisins vegna, heldur eru plastpokar merktir fyrirtækjum ljótir. Ég er líklega aðeins of lyktnæm og finnst yfirleitt vond lykt af plastpokum. Spurning hvort það séu litarefnin? Eða plastið? Lykta oft eins og málning.

Síðan slitna þeir og rifna á leiðinni heim, fyrir utan að taka ekki nærri eins mikið magn af dóti og taupokarnir góðu. Ég hugsa að miðað við allt sem ég þarf að kaupa inn bæði til heimilisins og vinnu minnar vegna, þá sleppi ég við allavega 4-5 plastpoka á dag á hverjum degi – sem gera 25 á viku…sinnum 52 vikur…1300 plastpokar á ári? Vá! Það er töluvert…

Það fara alltaf nokkrir með í ferðalög.

Þjóna sem töskur undir handklæði á leið á ströndina, undir innkaup í verslunum og alls konar dót er borið í þeim inn í hús og út úr húsi. 

Síðan eru það frauðplastformin í ísbúðum. Ég fæ mér frekar ís í brauðformi en frauðformi. Ekki bara vegna þess að frauðplast er ógeð – heldur líka vegna þess að hljóðið sem kemur þegar skeiðin skrapast við frauðplastið er með því verra. Smýgur gegnum merg og bein…

Nokkur orð um matarsóun – á heimilum. Og veitingastöðum reyndar líka.

Matarsóun skil ég ekki. Og þoli ekki. Ekki bara umverfisins vegna, heldur er líka allur sá tími, peningar og erfiði sem fer í ræktun og framleiðslu matvæla sem enda svo í ruslinu umhugsunarverður.

Ég hef þá kenningu að matarsóun mætti minnka til muna með þeirri einföldu aðferð að kenna fólki að elda. Hvað geti komið í staðinn fyrir annað í uppskriftum. Það er eitthvað sem allir ættu að læra frá unga aldri og myndu búa að alla tíð. Margir kokkar mættu taka sig á líka veit ég eftir að hafa unnið með ansi mörgum gegnum tíðina. 

Bestu réttirnar verða oft til þegar hvað minnst er til í ísskápnum.

Og bestu kokkarnir geta eldað úr svo til engu og sóa engu.

Þannig er það bara;)

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s