Þegar bökunarkartöflurnar með grillmatnum gleymast og enginn er að fara að keyra langar leiðir eftir þeim – eða bara þegar vantar fljótlegan pastarétt?
Hugsanlega einfaldasti pastaréttur í heimi og kannski sá ódýrasti.
Skorar allavega hátt í þeim flokki;)
Uppskrift? Ok! Nokkurn veginn svona…
Laukurinn skorinn í frekar þykkar sneiðar og hent í fat. Smá sjávarsalt, nokkrir dropar ólífuolía,teskeið af sykri eða svo…og inn ofn.
200-220 gráður eða svo eins lengi og maður nennir. Ágætt að lækka hitann þegar laukurinn er aðeins farinn að taka lit.
Tveir tímar eru alveg passlegir, en fer svo sem eftir því hversu þykkar sneiðarnar eru.
Og muna að hræra nokkrum sinnum. Ef þið munið. Eða nennið.
Það má líka algjörlega leggja sig á meðan þetta mallar. Ég eiginlega mæli með því!
Passlegt að fleygja smjörinu og rjómanum í fatið síðustu 10 mínúturnar eða svo.
Rétt á meðan pastað klárast að sjóða og grillmaturinn er að verða tilbúinn:)
6 laukar
1 poki penne pasta
200 ml rjómi
50 gr smjör
smá sjávarsalt
smá sykur
smá ólifuolía
Verði ykkur að góðu!:)