Þessar urðu til hér í kvöld.
Í frystinum voru til tvær kjúklingabringur, í ísskápnum tvö algjörlega rétt þroskuð avókadó (jibbí jei!), smá ostur…smotterí af salati…hálf dós af sýrðum rjóma…osfrv osfrv. Og tortillur eru yfirleitt til – af því það er hægt að nota þær á svo margan hátt.
Kjúklingabringur eru yfirleitt þrjár eða fjórar í pakka og stundum þarf bara tvær.
Þá fara hinar tvær í frystinn fyrir daga sem þessa.
Og ef pakkinn af tortillunum klárast ekki – þá fer restin í frystinn.
Og blessað salatið. Stundum klárast ekki pokinn og það er ferlega fljótt að skemmast ef það er ekki notað.
Þegar maður nennir ekki út í búð eftir of mörgu, eða er að skipuleggja eitthvað enn meira fyrir fjölskylduboð páskadags.
Eins og þetta tiramisu sem þið fáið því miður ekki uppskriftina að en er það allra besta.
Sem sé – hér kemur uppskriftin að tortillunum. Tiramisu-ið….don´t think so;)
Ekki núna allavega.
1 laukur – smá ólífuolía og sjávarsalt.
Lauknum leyft að taka smá lit.
Á meðan….
2 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif
safi úr 1 lime
2-3 msk ólífuolía
krydd: kúmen, paprika, fennel, cayenne…sletta af hverju.
Og salt og hvítur pipar auðvitað.
Smá sletta af safa úr jalapeno krukkunni.
Kjúklingur og ein skorin rauð paprika á pönnuna með lauknum og leyft að malla aðeins.
Þá smá sletta af rjóma…eða ekki…og látið malla aðeins lengur.
Smotterí af smátt skornu jalapeno úr krukku.
Tortillurnar settar í álpappír og hitaðar í ofni ef vill.
Síðan er bara að raða þessu saman…
Tortilla.
Sýrður rjómi.
Salat.
Avokadó.
Kjúklingagumsið.
Rifinn ostur yfir allt.
Vefja upp.
Og maturinn er tilbúinn.
Verði ykkur að góðu!:)