Indverskir hummusborgarar úr næstum því engu

IMG_2898.jpg

Þessir urðu til á 2 mínútum. Grínlaust.

Ætli það sé ekki best að byrja á hummusnum. Sem er sá einfaldasti í heimi.

2 dósir kjúklingabaunir

1 krukka sólþurrkaðir tómatar+olían af þeim

Sletta af vatni – þar til hann er orðinn aðeins lausari í sér (sirka…100 ml eða svo).

Allt maukað vel saman með töfrasprota.

Það var til sirka helmingur af hummusnum sem ég hafði gert nokkrum dögum fyrr og ég nennti engan veginn í búðina.

IMG_2861

Ég henti í brauðbollur.

IMG_2868 (1).jpg

Mældi ekki í þær frekar en vanalega og því er engin uppskrift af þeim. En þær eru svo sem ekki aðalmálið – þó svo þær séu ferlega góðar…

Hummusborgararnir sem urðu til voru algjör snilld!

Setti sem sé hummusinn – sirka helminginn af uppskriftinni hér að ofan – í skál og bætti við smá hveiti og kryddum – garam masala, hvítlaukssalti og turemerik. Slatta af hverju. Formaði síðan passlega stóra borgara og skellti á heita pönnu með ólífuolíu.

IMG_2866.jpg

Sirka 2 mínútur á hverri hlið og síðan inn í ofn í smástund þar til kominn var dálítill litur á þá. Ég er líka alveg viss um að það er í góðu lagi að henda þeim bara beint í ofninn án þess að steikja þá – prófa það kannski næst, en veit að það virkar líka.

Það var líka til smá laukur. Steikti hann aðeins á pönnunni með borgurunum og fleygði síðan yfir þá þegar þeir fóru í ofninn.

IMG_2884.jpg

Ég held að þetta gerist ekki mikið einfaldara. Og kom sannarlega að óvart hvað þeir voru sjúklega góðir.

Hafa verið pantaðir hér á heimilinu fljótlega aftur og það verður sko minnsta mál að verða við þeirri ósk:)

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s