Einmana sæt kartafla sem lenti í potti með öðru góðu grænmeti og breyttist í pottrétt

IMG_2925.jpg

Upphafið að þessum rétti (því sem lenti í pottinum í kvöld það er að segja!) var hið gífurlega magn af bankabyggi sem ég sauð í gær. Alls ekki óvart samt – var bara ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við það. Þetta varð niðurstaðan (það er samt mun meira bygg eftir í pottinum sem breytist í eitthvað allt annað á morgun….).

 

Hér er búin að ganga yfir smá kvefpest – ekki síst hjá húsmóðurinni. Það þýðir oft nokkra daga af algjörri óhollustu sem kallar síðan á alveg svakalega hollustu. Og eitthvað pínu sterkt…kraftmikið…karrí….Allavega! Hér er uppskriftin. Og hægt að leika sér með hana á alla vegu – sleppa bygginu og sjóða hrísgrjón með, hvaða annað grænmeti þið finnið á botninum á grænmetisskúffunni. Hjá mér varð uppistaðan ein svakalega einmana sæt kartafla sem grátbað mig um að henda sér í pott með öðru skemmtilegu grænmeti sem var líka farið að leiðast í skúffunni.

Ef það er eitthvað sem ég þoli verr en kvefpest, þá er það matarsóun.  Allar þær tölur sem ég les um matarsóun og hversu algeng hún er fylla mig skelfingu.

Orðið er að öðru leyti óþekkt á heimilinu, enda eru uppskriftir oftar en ekki eitthvað til að styðjast við og fá hugmyndir frekar en að fylgja í þaula og kaupa “öll kryddin” og “réttu hráefnin”.  

1 sæt kartafla

1 bökunarkartafla

2 rauðar paprikur

4 stórar gulrætur (500 gr poki)

1 stór rauðlaukur

4 hvítlauksrif

1 dós saxaðir tómatar

1 dós kókosmjólk

1 dós kjúklingabaunir

Sletta af linsubaunum ( 100 grömm eða svo)

1 poki spínat

Vænn skammtur af soðnu byggi útí fyrir rest(eða smávegis af ósoðnu leyft að malla með – varla meira en 100 gr og þá meira vatn á móti. Drekkur alveg svakalegt magn af vatni í sig…)

Sletta af vatni – 400-500 ml (meira ef byggið á að sjóða með-sjá hér að ofan)

2 teningar grænmetis eða kjúklingakraftur

Garam masala, turmerik,madras karrí, paprikukrydd, kúmen, salt og pipar.

Sletta af öllu og vel af sumu. Eftir smekk sem sé og smakka til.

Grænmetið skorið í bita, sett í pott ásamt tómötum, kókosmjólk, linsubaunum og vatni.

Grænmetis eða kjúklingakraftur útí í byrjun, en má vissulega sleppa.

Leyft að malla eins og lengi og þarf. Kryddum bætt við í byrjun og svo við og við þar til það þykir passlegt fyrir heimilisfólk. Meira vatn ef þarf…og meiri krydd…Kjúklingabaunirnar mega detta útí hvenær sem er, en það er best að setja spínatið bara í pottinn á síðustu mínútunum.

Þá er það komið!

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s