Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

IMG_4527

2 stór eggaldin

1 stór kúrbítur

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 appelsínugul paprika

 2 stórir rauðlaukar 

3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn

1 heill hvítlaukur 

ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo

sjávarsalt – 1 tsk sirka…

handfylli af basil og handfylli af steinselju

parmesan yfir allt ef vill

Og penne…

IMG_4536

Grænmetið skorið í passlega bita (nema tómatarnir – best að hafa þá bara heila) og sett í eldfast mót ásamt hvítlauknum (best að hafa rifin bara heil), ólífuoliu og sjávarsalti. Látið dóla sér á fremur háum hita – 220-250 gráðum – og hrært við og við þannig að allt eldist jafnt.

Fer vissulega eftir því hversu stórir bitarnir eru, en gerið ráð fyrir sirka klukkutíma.

Vel hægt að ná einum þætti úr uppáhalds seríunni ykkur, setja í þvottavél og alls konar….bara muna að hræra við og við. Og sjóða pastað.

Steinselju og basil bætt saman við grænmetið þegar það kemur úr ofninum.

Pastanu fleygt í fatið, hrært í öllu saman og kallað “matur”.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s