Fennelpestó, rækjur og spaghetti

Það sem þið þurfið að eiga í þennan rétt er einfalt…

2 stór fennel – eða 3 – 4 minni.

1 stór hvítlaukur

1 sítróna – safi og börkur

Risarækjur – 8-900 er vel í lagt og má vel vera aðeins minna ef vill.

Handfylli af steinselju

Ólífuolía og sjávarsalt

Soðið pasta….

Það er allt og sumt;)

Spaghetti með fennel og rækjum

Þetta byrjaði allt svona….

Fennel

Tvö stór fennel fleygðu sér í fat ásamt einum hvítlauk, smá ólífuolíu og sjávarsalti.

Þau fóru á 250 gráðu hita í ofninn og dóluðu sér þar með hvítlauknum í tæpan klukkutíma.

Ég hrærði við og við í fatinu – sirka fjórum sinnum á þessum klukkutíma.

Kjarninn tekinn úr og fennelið skorið í sneiðar, hvítlaukurinn afhýddur og stærstu rifin skorin í tvennt. Annars bara…í fat…olía og salt yfir, hræra smá og inn í ofn…fara að gera eitthvað annað.

Á meðan þetta var í ofninum ákvað ég hvað þetta skyldi verða – því eins og svo oft þegar ég byrja að elda, er ég ekkert viss hvað ég er að fara að gera. Ég vissi bara að það skyldi vera fennel, risarækjur og pasta. Og þistilhjörtu sem ég átti til í krukku hér.

Á leið inn í ofninn….

Fennel og hvítlaukur í ofni

Klukkutíma síðar…

IMG_4559

Maukað….

 

Fennelpestó

Safi og börkur af einni sítrónu og allt maukað með töfrasprota!

Fennel og hvítlaukur í pott eða skál sem þolir töfrasprota.

Safi og börkur af einni sítrónu bætt í pottinn.

Maukað saman…smakkað…saltað ef vill og smá olíu ef þið viljið en þess þarf varla.

Steinselju bætt við þegar búið er að mauka allt og bara….þurfti ekkert meira!

Bara sirka handfylli eða svo. Flöt ítölsk helst.

Þessa fékk ég á grænmetismarkaðnum í Mosó og hún var brakandi fersk.

Kippti með mér tveim búntum og þau eru núna eins og blómabúnt inni í ísskáp.

Stilkarnir í vatnsglasi og smá vatn í botninum. Þannig haldast þau fersk lengur.

Ef ég ætti að velja um að nota aðeins eina kryddjurtategund það sem eftir væri (sem væri samt alveg hræðileg tilhugsun…) þá væri það flöt steinselja. 

Risarækjur - soðnar

Vanalega kaupi ég ósoðnar risarækjur, en ég fann þessar og ákvað að fleygja þeim með. Ósoðnar (gráar!) eru yfirleitt bragðmeiri og ágætt að marinera eða krydda og steikja örstutt á pönnu – en þessar voru fínar.

Virkuðu í það minnsta í þessu tilfelli. Henti þeim bara í pottinn með fennelpestóinu og pastanu meðan allt var enn sjóðheitt, svo þær hitnuðu nægilega.

Forsoðnar rækjur verða eins og tyggjó ef þær eru “eldaðar aftur”, þannig að alls ekki fara að steikja þær eða hita upp á annan hátt – pastað og pestóið sá alveg um það. 

Þistilhjörtu yfir allt í lokin ef þau eru til.

Þau eru frábær viðbót með alls kyns sjávarréttum – í sjávarréttapasta, sjávarréttasalat, ómissandi á sjávarréttapizzu og góð með svo mörgu öðru.

Ef vill – má vel einfalda þetta enn meira og sleppa rækjunum. Gera kannski meira af pestóinu og hafa bara spaghetti með fennelpestó og kannski þistilhjörtum. Jafnvel hafa rækjurnar til hliðar fyrir þá sem vilja. Er alveg viss um að ég á eftir að gera þetta pestó aftur og nota í alls kyns rétti – það var alveg svakalega gott eitt og sér meira að segja, þannig að ofaná brauð…því ekki!;)

Verði ykkur að góðu!:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s