Brakandi fersk blómkálssúpa, eggjasalat og gulrótarbrauð….

Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott…

Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst.

Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega!

Gulrótarbrauð

Blómkálssúpan….

Blómkálssúpa og eggjasalat

Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum í Mosó á laugardag ásamt þessum smáu en fersku laukum….

Blómkál og laukur

Í pottinn fór blómkálið og laukurinn, ólífuolía og sjávarsalt….

Fékk að veltast þar aðeins um en ekki of, þangað til tæpur hálfur líter af mjólk og 800 ml af vatni skelltu sér í pottinn ásamt tveim vænum lárviðarlaufum, slatta af nýrifnu múskati og ögn af hvítum pipar.

Blómkál í potti

Það má vissulega kaupa múskat malað, en það er eitthvað við nýrifið múskat…

Ég geymi það alltaf í glerkrukku í skápnum og þetta pínulitla rifjárn við hliðina sem ég nota bara til að rífa múskat.

img_1736Þegar blómkálið var orðið lint, var allt maukað með töfrasprota og þykkt ögn með hveiti og smjöri – sirka 2-3 matskeiðum af hvoru.

 

Smjörbollan – smjör og hveiti stappað saman með gaffli og bætt í pottinn smátt og smátt, en samt hratt og örugglega svo engir kekkir komi;)

Smjörbolla

Saltað og kryddað til – smá meiri hvítur pipar, aðeins meira múskat….

Á meðan blómkálið sauð – varð til eggjasalat…

Eggjasalat

6 harðsoðin egg

4-5 kúfaðar matskeiðar majónes

Börkur af einni sítrónu og ögn af safanum – sirka 2 matskeiðar eða svo

Ögn af sjávarsalti og hvítum pipar

Handfylli af smátt saxaðri steinselju

Og þessi brakandi ferski vorlaukur 

Ég notaði allan hvíta hlutann og sirka helming af þeim græna

Vorlaukur

Það með var allt tilbúið og bara að kalla alla að borðinu!

 

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s