Mánudags “kruml”með plómum

Það er alltaf fljótlegt og þægilegt að henda í gott “kruml”. Hvort heldur er “plómukruml” eins og lenti í ofninum kvöld – epla eða banana eins og þessari færslu hér…eða bland af öllu bara….Einfaldleikinn er samt oftast bestur þannig að ég set frekar eina tegund af ávöxtum-eða blöndu af berjum…en allavega! Að krumlinu!IMG_4682

Það var í minna lagi í kvöld og hlutföllin á sjálfu krumlinu sirka svona:

Sirka 10-12 plómur

150 gr smjör

150 gr púðursykur

100 gr hveiti

100 gr haframjöl

Smá slatti kanill – 1 matskeið eða svo (smekksatriði! Ég vil hafa vel af kanil…)

Vel smurt fat, plómur skornar í báta og settar í fatið…

Smjörið brætt og restinni af hráefnunum blandað vel saman við.

Þegar blandan er aðeins farið að kólna, þá er henni klesst vel ofaná plómurnar og inn í ofn.

Sirka 200 gráður í 40-50 mínútur.

IMG_4663

Þessi mynd hér að ofan er tekin áður en krumlið fór í ofninn….

IMG_4679

Og þessi eftir að það kom út og var búið að fá að jafna sig aðeins. Það er alltaf betra. Að ná að stilla sig í allavega 10 mínútur eftir að krumlið kemur úr ofninum….

 

Takið eftir…allt er þetta sirka – mælt með auganu en af mikilli reynslu reyndar.

Hlutföllin eru svo sem ekkert lykilatriði. Bara svona sirka. Þannig að þetta sé vel þykkt og gott að klína ofaná fatið. Útkoman er yfirleitt góð – hvítur sykur, púðursykur…bara eftir því hvernig stuði fólk er í. Púðursykur er auðvitað bragðmeiri og hann passaði vel með plómunum.

 

Og svo þeyttur rjómi…auðvitað…helst þeyttur með smá flórsykri og jafnvel ögn af vanillu.

 

Verði ykkur að góðu!

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s