“Pasteli” með smá tvisti

Pasteli í alls kyns útfærslum fæst í næstum hverri  verslun á Grikklandi.

Upprunalega útgáfan mun vera eingöngu með sesamfræjum og er mörg þúsund ára gömul.

Hunang og sykur er yfirleitt uppistaðan og síðan er bætt við fræjum, hnetum eða því sem vill. Það detta vanalega nokkrar stangir af þessu góðgæti í pokann minn þegar ég er á ferðum mínum í Grikklandi og stundum hendi ég í skammt hér heima. Eins og þennan hér!

IMG_4768

Í þennan skammt fór eftirfarandi…

200 gr sykur

200 gr hunang

50 gr smör (það er “tvistið” sem sé því ég vildi hafa þetta aðeins mýkra en venjulega-má algjörlega sleppa en þá verður þetta ekki eins karamellukennt)

Agnarögn af sjávarsalti – sirka teskeið

Og síðan slatti af möndlum og pekanhnetum. Sirka 200 grömm af hvoru. Eins mikið og þarf – nóg til að allt hjúpist og ekki verið mikið eftir af hunangsblöndunni – þið fattið…

IMG_4761

Sykur, hunang og sjávasalt sett í pott og látið krauma í sirka 10-15 mínútur.

Þá skellti ég smjörinu saman við og loks möndlum og pekanhnetum.

Leyfði því að krauma saman í aðrar 10 mínútur og passaði að hunangsblandan hjúpaði hverja einustu möndlu og pekanhnetu.

IMG_4767 2

Þá var þessi skellt á smjörpappír sem smurður hafði verið með smá olíu, dreift vel úr öllu svo væri ekki of þykkt og ekki of þunnt og svo var beðið.

Reyndar hvarf hluti áður en þetta hafði harðnað aðeins, en það er eiginlega ekki hægt að ætlast til þess af nokkurri manneskju að hún bíði í einhverja klukkutíma meðan svona góðgæti er að storkna. Eins er þetta svo gott volgt og klístrað með stórri servéttu tilbúinni samt til að þurrka allt klístrið..

Passið ykkur líka að sleikja ekki sleifina. Grínlaust. Ég gerði það ekki, en get vel ímyndað mér að það væri freisting og það ansi dýrkeypt því þetta er heitt…mjög heitt;)

Verði ykkur að góðu!

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s