Sveppasúpa með blaðlauk og þistilhjörtum

IMG_4823

 

Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, “smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…..og nægum tíma.  Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit.

IMG_4796

20-30 mínútum síðar – eftir að hafa kraumað í sirka 3 vænum matskeiðum af smjöri og ögn af sjávarsalti, var kominn tími til að bæta sveppunum við og hækka hitann. Þetta voru um 800 gr af sveppum.

IMG_4799 2

Sirka 1 og 1/2 líter af vatni fór í pottinn þegar sveppirnir voru aðeins búnir að ná að taka lit. 2 meðalstórar bökunarkartöflur slæddust með….

IMG_4814

…ásamt nokkrum þistilhjörtum úr krukku. Sirka 10 stykkjum af þeim eða svo…

IMG_4808

Út í pottinn datt einn grænmetisteningur og einn sveppateningur. Loks helltist hálfur líter af rjóma útí og því næst var slökkt undir pottinum og allt maukað.

Að sjálfsögðu saltað ögn og piprað þegar við átti og þar með var súpan tilbúin.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s