Það erfiðasta við að gera góða túnfisksteik er að muna að taka hana úr frystinum tímanlega. Svo hún sé algjörlega afþiðin. Um hádegisbil í síðasta lagi ef hún á að vera tilbúin fyrir kvöldið.
Passa að þerra hana vel á báðum hliðum.
Krydda með einhverjum góðum kryddum.
Engin rétt blanda – bara það sem fólk er í stuði fyrir.
Ég notaði í þetta sinn:
Hvítlaukssalt
Timían
Kóríander
Hvítan pipar
Svartan pipar
Og vel af hverri tegund
Pannan þarf að vera vel heit – setti væna slettu af smjöri og vænan slurk af chilliolíu á pönnuna og beið þar til allt var farið að krauma.
Krydda hina hliðina þegar á pönnuna er komið og þegar það er búið, er passlegt að snúa steikunum…sirka mínúta til ein og hálf á hvorri hlið er nóg – fer svo sem eftir þykkt. Gott að hafa hana bleika í miðjunni, en samt ekki of. Smekksatriði auðvitað:)
Rétt á meðan verið er að hella vatninu af núðlunum sem fóru í bullsjóðandi vatn þarna áður en steiking hófst er allt tilbúið og passlegt að kalla “matur”!!!.
Tilbúin teriyaki sósa yfir núðlurnar, túnfisksteik ofaná heila klabbið og málið er dautt.
Lítið uppvask, dýrindis máltíð án mikillar fyrirhafnar (nema bara að muna að taka úr frystinum….) og allir glaðir.