Galdurinn við góða pizzu….

…er að vera vel undirbúinn og gera sér grein fyrir því að það fylgir pizzugerð heilmikið uppvask og hveitiskrap af borði…

Miðað við verð á pizzum víða og misjöfn gæði, er þó oftast betra að gera hana heima og tilvalið að nýta það sem til er í ísskápnum. Enda pizza upphaflega ítalskur fátækramatur til þess gerður að nýta afganga, en ekki rándýr skyndibiti pantaður heim frá einhverri pizzukeðju með skrítnu nafni…misjafnur að gæðum og fremur staðlaður oft á tíðum. Nóg um það – við erum að fara að gera pizzur:)

IMG_5303

Tilvalið að nota það sem til er – afganga frá kvöldinu áður, þessa 5 sveppi sem eru að þvælast í ísskápnum, hálfu paprikuna við hliðina á þeim, restina úr ólifukrukkunni…hálfi rjómaosturinn sem þið vitið að mun skemmast ef þið notið ekki fljótlega…

Ég hef aldrei mælt nákvæmlega í deigið, enda er hveiti misjafnt – bæði eftir tegund og aldri.  Þess eldra sem hveiti er, þess meiri vökva þarf það. Þess vegna er aldrei hægt að segja nákvæmlega til um magn af vökva í sumum uppskriftum – eins og til dæmis pizzadeigi. Það er fáránlegt að kaupa pizzudeig tilbúið – einfalt að gera og betra heimalagað. Finnst mér. En kannski sleppur fólk þá aðeins við þrifin?

Það er vissulega kostur…en það tekur svo sem enga stund að þrífa hveitiklessurnar….hóst hóst…

Vatnið þarf að vera volgt – ekki heitt og ekki kalt – til að gerið nái að virka. Um 40 gráður er passlegt.

Ég set alltaf slettu af mjólk og vel volgu vatni í skál,tékka hitastigið með einum fingri…aðeins meira heitt vatn ef þarf eða kalt… helli hveitinu þar útí – sirka 200 gr í 4-500 ml ef ég ætti að giska á eitthvað?

 Og einn lítinn poka af þurrgeri (stendur að það sé um 12 gr á pakkanum!).  Ég hræri aðeins í þessu svo það blandist saman, set svo plastfilmu eða plastpoka vel utan um skálina og set hana heitan stað.

Hjá mér er hilla ekki svo langt frá miðstöðvarofninum….:) Líka hægt að flýta sér mikið og setja blaðabunkann á miðstöðvarofninn (sirka 3 dagblöð) undir skálina og vona það besta…hvað sem virkar.

Tekur aðeins styttri tíma en að hafa skálina bara á borðinu og alls ekki hafa hana nálægt opnum glugga því þá rís deigið síður eða alls ekki. Deigið vill ekki vind. Það vill ró og næði og hita. Ég skil deigið. Sérstaklega í dag.

Síðan er nauðsynlegt að hafa nóg af hveiti við höndina þegar kemur að því að hnoða og fletja út.

Þegar kemur að sjálfri pizzugerðinni það er.

Og þá er best að vera með allt “ofanálegg ” tilbúið í skálum til að allt gangi fljótt og vel fyrir sig.

Hvað fer á pizzur er bara smekksatriði.

Fljótleg pizzusósa varð til hér í kvöld.

(Pestó virkar líka vel í mörgum tilfellum. Til dæmis.)

 

 

2 stórar dósir tómatpúrra

2 tsk sykur

1 tsk hvítlaukssalt

2 msk oregano

væn sletta af chilliolíu

Og hér er svo afraksturinn – gerði aðeins of mikið…eins og oft áður…

 

Sú fyrsta var með pizzusósunni góðu, chorizo, lauk, sveppum, ólífum, papriku, kartöflum og parmesan..

Fyrir….

IMG_5306

Eftir….

IMG_5312

Sú næsta með …pizzusósunni…lauk, túnfisk ólífum, þistilhjörtum, kartöflum og ansjósum. Engum osti. Finnst hann ekki passa með sjávarréttum – aldrei.

Smá ólifuolía yfir og oregano og málið er dautt. Ostur og fiskur finnst aldrei saman á mínum disk. Einstaka réttur með fisk þolir ögn af parmesan…en ekki oft…

Fyrir…

IMG_5310

Eftir…

IMG_5319

Og sú þriðja…bara “eftirmynd”….klikkaði á fyrir…allavega!

Pizzusósa, sveppir, rjómaostur, parmesan, rifinn ostur, sveppir…sitt lítið af hverju. Þið fattið – klára restina af opna rjómaostinum, restina af rifna ostinum osfrv

IMG_5321

Verði ykkur að góðu!

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s