Mangó/karrí/ kjúklingur/tortillur…

Tilvalið fyrir fólk sem þolir ekki hálfar krukkur af sósum inni í ísskáp.

Og vill klára þær og halda lífinu áfram. Ok? “Hálfkláraðar sósukrukkur í ísskáp fólk” – þið vitið hver þið eruð!

Mig grunar að margir kaupi sósur sem “passa með” þessu eða hinu, en gleyma svo að nota þær eða telja að þær passi ekki í öðru samhengi. Þar sem ég þoli ekki matarsóun þá er sjaldan hætta á slíku hér á bæ.  Það má nota flest og skipta út fyrir annað hráefni ef ímyndunaraflið er notað aðeins.

Mangóchutney var sem sé sósuafgangur kvöldsins.

Kjúklingabringurnar tvær sem lentu í frystinum hér í síðustu viku léku stórt hlutverk.

Þetta varð niðurstaðan og hún var fljótleg og einföld.IMG_5436

Að þessu sinni fór á pönnuna….

1 laukur, 1 gul paprika, smá olía og smá sjávarsalt…

IMG_5424 2

Við bættust…

2 kjúklingabringur

3 vænar teskeiðar túrmerik

1 nett teskeið garam masala

Smá hvítlaukssalt, malaður pipar – bæði svartur og hvítur

IMG_5431

Fljótlega á eftir fór restin af mangó chutney krukkunni útí.

Sirka 4 matskeiðar.

Og ögn af vatni – svona 150 ml eða svo. Og þetta fékk að malla…

IMG_5432

Og endaði svona…á tortillum, með salati og grísku jógúrti af því það var til en ekki sýrður rjómi. Mjög einfalt mál oft á tíðum að nota gríska jógúrt í staðinn fyrir sýrðan rjóma þar sem passar.

IMG_5436

Tók líklega korter allt í allt að henda þessu saman og allir sáttir.

Tilvalið að gera í meira magni og sjóða hrísgrjón með fyrir þá sem vilja og nenna;)

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s