…og svo fimm tappar vodka…

IMG_5505

Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum…

IMG_5441 2

Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir…

IMG_5447 2

Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega…..

IMG_5454.jpg

 

….slettist rjómi útí – um 200 ml. Hann var pínu einmana þarna með grænmetinu og kallaði á vodkaflösku sem vitað var að ætti heima í hillunni í eldhúsinu – enda stundum gripið til hennar við eldamennsku.

Ekki kannski mjög oft – en það gerist!:)

Það þurfti smá skerpu og rjóminn vissi sem er, að það væri tilvalið að bjóða smá vodkaslettu með í fatið;)

IMG_5461

5 tappar af vodka fengu far með í ofninn…vænir 5 tappar…

IMG_5467

Restin af rjómanum fór í krukku og inn í frysti, því hann var alveg að renna út greyið.

Rann raunar út þann 20. en var óopnaður, þannig að það var ekkert að honum.

Næsta rjómasósa mun njóta góðs af þegar til kemur, því eftir eru sirka 300 ml í frysti.

Hitinn á ofninum var hækkaður í 220 gráður, vatn sett í pott og pastasuða undirbúin.

IMG_5477

Parmesan var rifinn og steinselja söxuð.

Takið eftir “bútnum” þarna fremst – sem sé endanum á parmesan ostinum.

Honum þarf ekki að henda. Hann má nota í sósur og veiða úr áður en maturinn er borinn fram.  Í þetta sinn var það of seint, en hann fer bara í frystinn með rjómanum og endar ásamt honum líklega í carbonara eða einhverju góðu hér á næstunni.

IMG_5489

Eftir sirka 45 mínútur á 220 gráðum og pastasuðu var komið að því að leggja lokahönd á verkið. Setja parmesan og steinselju í fatið, hrúga öllu á disk og kalla “matur”!

IMG_5494

 

Einfalt, gott, fljótlegt á sinn hátt – tekur sinn tíma í ofninum en það er hægt að gera svo ótal margt skemmtilegt á meðan. Eða eitthvað leiðilegt – þið ráðið.

Verði ykkur að góðu!:)

 

One Comment Add yours

  1. Oddný Björgolfsdóttir says:

    Girnilegt

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s