Svínakótilettur í appelsínusósu/ salvíusteiktar kartöflur

IMG_5642

Allt byrjaði þetta á kartöflunum.

Þeim var fleygt í fat, smávegis af vatni bætt við (100 ml eða svo), sletta af ólífuolíu, væn handfyllu af ferskri salvíu, smjör og nóg af því, ögn af sjávarsalti….og inn í sjóðheitan ofninn – 220-250 gráður.

Hrært í fatinu ef fólk man ( einu sinni eða tvisvar – allavega kíkt til að athuga hvort allt sé ekki “undir kontrol” í ofninum) en annars er ekkert mikið verið að skipta sér af þeim. Þær geta vel dundað sér sjálfar án mikils eftirlits.

Það er líka nóg annað að stússa meðan þær verða tilbúnar og salvían stökk.

Ég nota salvíu mikið og finnst hún vanmetin kryddjurt.

Pasta með smjörsteiktri salvíu er með því einfaldara sem hægt er að gera. Salvía og kartöflur – frábært par. Salvía og svínakjöt. Ekki spurning….salvía, svínakjöt og kartöflur…uh…já!

Ef þið leitið eftir orðinu “salvía” hér neðar á síðunnu – þá finnið þið margar margar uppskriftir….

IMG_5601

Fjórar fagrar svínakótilettur….

IMG_5611

Megnið af fitunni skorið burt – smekksatriði vissulega hversu mikið….

IMG_5612

Og marineringin – einföld og góð – hlutföllin voru nokkurn veginn svona.

Börkur og safi af 2 stórum appelsínum – leyfði “kjötinu” af appelsínunum að fljóta með,þannig að það voru appelsínubitar í sósunni sem gaf góða áferð.

2 msk þurrkað rósmarín

2 msk þurrkað timían

2 tsk hvítlaukssalt

3 msk hunang

2 msk hvítvínsedik

Nýmalaður hvítur pipar og ögn af sjávarsalti

IMG_5614

Leyfði þeim að hvíla sig í sirka klukkutíma á borðinu til að kynnast appelsínunum og kryddunum aðeins betur – það gaf kartöflunum líka tækifæri á að verða tilbúnar. Steikingin sjálf hófst svo þegar kartöflurnar voru farnar að kalla á mig úr ofninum.

 

IMG_5622

Vænn slatti af smjöri á pönnuna og hitað vel undir. Mesta marineringin hrist af kótilettunum og hveitinu vel klesst á þær á alla kanta – ekki of miklu þó.

IMG_5623

Snúið við eftir 3-4 mínútur og meira smjöri bætt á pönnuna

IMG_5632

Hitinn lækkaður aðeins, marineringunni skellt á pönnuna og lokið sett á.

Leyft að dóla sér þannig í sirka 10-12 mínútur.

Þá ættu þær að vera eldaðar í gegn og alveg passlegar. Svínakótilettur geta verið vandmeðfarnar. Þær þurfa að steikjast í gegn en þó ekki það lengi að þær verði þurrar.

Ef þú átt ekki pönnu með loki, þá mæli ég eindregið með því að þú verðir þér úti um slíka. Hér á heimilinu dugar ein panna í flest og lok er algjör nauðsyn.

Hinn kosturinn er auðvitað að skella þeim í fat eftir steikingu, hella marineringunni yfir, setja í ofninn og ausa yfir við og við yfir. Tímafrekara og meira uppvask.

IMG_5635

Þegar kótiletturnar hafa verið dæmdar tilbúnar og potað í þær á alla kanta – eru þær tilbúnar.

Kjöthitamælar eru fyrir amatöra og við notum ekki slíkt hér – einungis augun og tilfinninguna. Beittur hnífur í þykkasta hlutann og tekin staða mála gerir alveg sama gagn.

Þá er komið að sósunni.

Kótiletturnar teknar af og breytt yfir þær rétt á meðan sósan verður til. Þeim leyft að “hvíla sig” eftir allt pönnupuðið…

200-250 ml af rjóma bætt á pönnuna,  suðan látin koma upp og þá er sósan klár.

IMG_5637

Og kartöflurnar líka…

IMG_5625

Og ekkert eftir nema kalla “matur”!

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s