Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún…
Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma. Kartöflur taka oft lúmskan tíma í ofni og þær skal ekki vanmeta…tímalega séð;)
Krydd….rósmarín, timian, chilli,
hvítlaukssalt, sjávarsalt, hvítur pipar….
Fjórar vænar kjúklingabringur ofaná karföflurnar…og meira af kryddum. Þeim sömu og hér að ofan – og nóg af þeim…Ég endurtek…slatta af kryddi. Ok?
Annað lime skorið í þunnar sneiðar, smá smjör (lesist – slatti af smjöri) og inn í ofn…200-220 gráður…í svona 45-50 mínútur. Best að fylgjast með og ausa yfir bringurnar við og við svo þær þorni ekki. Og stinga í kartöflurnar. Athuga hvort þær séu að verða klárar. En lime-ið gerir vissulega sitt gagn í að verja þær aðeins á meðan allt er að gerast.
Þegar allt er klárt er bara eftir að setja diskana á borð og kalla matur!