Gnocchi úr bökuðum kartöflum

Þessar tvær ófrýnilegu bökunarkartöflur sem urðu afgangs eftir kvöldverð gærdagsins voru uppistaðan í meðlæti kvöldsins. Einföldu og góðu gnocchi sem fylgir hér á eftir…. Þetta er sem sé upphafið…

IMG_5693

Og þetta niðurstaðan.Svo koma alls kyns millistig í ítarlegu máli…

IMG_5740

Skafið innan úr kartöflunum og reynið að hafa ekki of mikið af hýðinu með. Smá er í lagi. Gefur bragð. Margar leiðir að gnocchi og margar aðferðir – þetta er ein þeirra. Með þeim einfaldari og gjörsamlega tilvalin þegar afgangskartöflur eru til.

IMG_5695

Stappi stappi stapp…og svo tvær matskeiðar af hveiti. Reynið að nota eins lítið hveiti og þið komist upp með. 2 matskeiðar og ekki einu sinni kúfaðar voru passlegar hér. Við erum að gera gnocchi – ekki byssukúlur.

IMG_5700Af því maður á sjaldan hálft egg, þá er eina leiðin að nota helminginn bara…

Ég hef allavega ekki séð hálf egg úti í búð – en að sjálfsögðu útiloka ég ekki að þau séu til….

IMG_5704

Eitt egg og þeyta það ljúflega…við erum samt bara að fara að nota helminginn í þetta sinn. Nema þið séuð með 4 stórar kartöflur?

IMG_5706

Deigið sett á hveitistráð borð…

IMG_5708

Deiginu skipt í fernt og fjórar lengjur mótaðar….

IMG_5712

Frekar beittur hnífur valinn – helst sá skarpasti í skúffunni…

IMG_5715

Og skorið…hverjum bita velt aðeins meira úr hveitinu. Mjúklega þó og varlega og bara rétt aðeins….

IMG_5723

Þá er bara að bíða þess að vatnið í pottinum fari að bullsjóða. Slettu af salti skvett í vatnið þegar suðan kemur upp og öllum litlu gnocchiunum skellt í pottinn. Varlega. Bara svo þið brennið ykkur ekki.

IMG_5724

Fyrst virðist þetta glatað – allt sekkur til botns og fyrsta hugsun er sú að byrja að hræra í pottinum, en það skuluð þið ekki gera. Eftir augnablik gerist þetta….

IMG_5727

Blúbbs…fyrst einn svo annar…og svo eru þeir þrír….fljótandi um þarna…og áður en þið vitið eru þeir allir mættir…Þá er gnocchiið tilbúið;)

IMG_5730

Þá er þeim lyft varlega úr pottinum – nokkrum í einu – sett á disk – sem minnst af vatni látið fylgja með….en þó er best að þetta gerist allt frekar hratt og örugglega.

IMG_5735Á pönnu með nóg af smjöri og enn og aftur – ekki fara að hræra í óþolinmæðiskasti.

Ekki strax allavega. Allt í allt tekur þetta 1-2 mínútur á sjóðheitri pönnu með vænum slatta smjöri og ögn af sjávarsalti.

IMG_5740

Og þetta er útkoman. Lauflétt gnocchi sem rétt lafir saman en heldur þó.

Ég hef stundum gert gnocchi og þá jafnvel notað salvíu…en ekki hvað!

Hér er til dæmis ein góð… Rófugnocchi með salvíu….

Eins og sjá má, er engin ein rétt leið að gnocchi þó svo undirstöðuatriðin séu svipuð.

Og það var aðalréttur – vissulega.

Frekar mikið góð svínarif sem fá að bíða betri tíma.

 

Fyrir……

IMG_5691

Eftir….marga marga klukkutíma….

IMG_5751

Hér reyndar ansi góð uppskrift af svínarifjum – massa klístruð eins og rif eiga að vera. “Klístrað og gott…..”

 

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s