“Allir fá að ráða sínu “florentine”

Spínat lék sem sé lykilhlutverk í eldmennsku kvöldsins – eins og í gær reyndar. Þar sem 2/3 hlutar fjölskyldumanna vildu “ekki lax” og 1/3 vildi lax….aftur…og kartöflur…varð þetta niðurstaðan – þessi færsla snýst þó aðallega um sósuna, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Og allir verða ferlega sterkir á eftir.IMG_6036

Hellingur af spínati – líklega um 300 grömm – jafnvel meira….

IMG_6018

Fjögur fögur hvítlauksrif söxuð smátt, ólífuolía á pönnu og smá sjávarsalt…loks allt spínatið og beðið þar til það hefur dasast all svakalega í hitanum á pönnunni

IMG_6028Þá er kjörið að skutla eins og 300 ml af rjóma á pönnuna og 200 af mjólk, stappa saman 2 msk af hveiti og 2 af smjöri – gera smjörbollu sem sé – og þykkja sósuna. Krydda til með smá paprikukryddi, nýmöluðu chilli, salti og hvítum pipar. Passa að hræra stöðugt meðan sósan er að þykkna og smakka til – ögn meiri mjólk eða smá vatn ef sósan er of þykk, en hún á að vera dálítið þykk – til að ná að þekja pastað almennilega í það minnsta.

IMG_6035

Spæla egg ofan á pastað sem sauð meðan á öllu stóð – taka kartöflur og lax úr ofninum, rífa smá parmesan til að bjóða pastafólkinu og bara…kalla “matur”?

P.s.það verður ekki lax á morgun og heldur ekki spínat

Get samt engu lofað….

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s