Kjöt og kartöflur – stundum þarf ekkert meira

Stundum þarf ekkert meira. Grínlaust. Smá sinnep. Kannski. Ef hráefnið er gott og rétt að staðið, er einföld eldamennska ofast málið.

Þessi sérlega fallega nautalund hefði kannski ekki þurft mikið meira en salt og pipar? En mig langaði að prófa dálítið….

IMG_6312

Þetta hófst sem sé allt á marineringunni í þetta sinn:

100 ml balsamedik

100 ml sojasósa

100 ml ólífuolía

100 ml worchestshire sósa

2 msk sinnep

2 msk timian

2 tsk hvítlaukssalt

1 tsk chilli malað

Hvítur og svartur pipar

Á meðan kjötið var að kynnast marineringunni fóru kartöflurnar í ofninn. Sneri kjötinu við einu sinni til að það marineraðist jafnt.

Kartöflurnar fóru í eldfast mót með 2-3 msk af andafitu, smávegis af vatni og ögn af sjávarsalti og inn í ofn.

Þar voru þær í sirka 50 mínútur á allra hæsta hita og litið eftir þeim við og við.

IMG_6300

IMG_6303

Eins má vel marinera kjötið yfir nótt og jafnvel grilla það. Ef maður er í þannig stuði. Og hugsar fram í tímann. Það má sko alveg;)

Þegar kartöflurnar voru að verða klárar var pannan hituð á hæsta, því það er eina hitastigið þegar kemur að steikingu nautakjöts. Og andafita fór á pönnuna. 1 msk eða svo. Steikt á öllum hliðum, minnstu bitarnir teknir af fyrst osfrv. Lækkað aðeins undir fyrir rest ef það eru vel þykkir bitar. Hér á bæ vilja sumir kjötið rare og aðrir medium rare . Allt eftir smekk hvers og eins – að sjálfsögðu.

Andafita gefur þetta “auka eitthvað”. Smellpassar á kartöflurnar vissulega en hún kemur víðar við í eldhúsinu.

Ég er með óvanalega mikið af henni í ísskápnum eins og er og þó svo hún geymist vel og lengi, er ég að hugsa um að finna henni ný og skemmtileg hlutverk á næstunni.

Hvernig ætli hún komi út í bakstur? Það er alveg á planinu….

IMG_6310

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s