Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? 
Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður þar til tilbúið. Sirka 40 mín eða svo. Gera eitthvað skemmtilegt á meðan en kíkja á ofninn við og við og hræra. Ef maður nennir.