Indverskur í ofni að hætti hússins.Tilvalinn fyrir fólk sem hatar uppvask.

Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? IMG_6775

Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður þar til tilbúið. Sirka 40 mín eða svo. Gera eitthvað skemmtilegt á meðan en kíkja á ofninn við og við og hræra. Ef maður nennir.

 

IMG_6737

Eftir sirka 40 mínútur…..

IMG_6739

Þrjár smátt skornar kjúklingabringur, ögn af ólífuolíu og slatta af chilli. Og aftur inn í ofn. 10 mínútur eða svo….

IMG_6746

Aftur úr ofninum, ein krukka af tikka masala sósu slett í fatið og öllu hrært saman…aftur inn í ofn í aðrar 10 mínútur eða svo.

IMG_6748

Á einhverjum tímapunkti suðu hrísgrjón í potti með vatni og 2 kúfuðum matskeiðum af kókosolíu. Biðu svo bara róleg eftir að rétturinn yrði til enda algjör óþarfi að stressa sig ef maður er hrísgrjón í potti.

IMG_6766

Meira chilli yfir allt og enn meira ef vill. Þá er bara að kalla “MATUR” og velta fyrir sér af hverju í ósköpunum er svona erfitt að fá almennilegan indverskan mat hér í bæ. Vissulega er krukkusósa ekki mikil eldamennska og þó – niðurstaðan er oftast betri en flestur indverskur matur sem ég hef fundið hér – telst þó enginn sérfræðingur.

Ef einhver veit hvar ég get fengið almennilegt vindaloo þar sem kokkurinn skilur þegar beðið er um að hafa hann sterkan og meira en það, má hinn sami láta mig vita plís.

IMG_6468 2

Nei. Þessi síðasta mynd er ekki af matnum í kvöld heldur af vindaloo sem ég fékk á Spáni um daginn á stað sem ég fer oft á ef ég á leið þar um. Það þarf alveg tvo mango lassi með og sessunautar mínir héldu að kviknað hefði í þeim þegar þeir prófuðu en mér fannst hann alveg passlegur. Misjafn er smekkur manna og það allt;)

Farin út að leika! Engin leið að hanga inni í svona veðri.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s