Sumarlegur þorskur/þistilhjörtu/ valhnetur/sítróna….

Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd.

Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;)

IMG_6810

Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin krukka af þistilhjörtum, ég sá agnarsmáan bút af parmesan sem virtist ekki ætla að verða neinum til gagns, þarna var ein sítróna…

 

Fiskurinn fór í fat, nokkur þistilhjörtu stungu sér með ásamt slatta af vökva úr krukkunni og smá ólífuolíu. Síðan varð “mylsnan” til…

IMG_6790

3-4 msk gróft rifinn parmesan

1 sítróna – safi og börkur

5-6 msk ljós brauðraspur

3-4 msk valhnetur

Hvítlaukssalt, paprikukrydd og hvítur pipar-ögn af hverju

Nokkrar matskeiðar af olíu eða vökvanum af þistilhjörtunum.

Ég notaði sitt lítið af hvoru.

Úr þessu á að verða nokkuð þétt “mylsna” og ekki verra að leyfa raspinum að drekka aðeins í sig vökvann áður en öllu er klínt á fiskinn.

IMG_6796

Sítróna og parmesan rifið gróft, safinn kreistur úr sítrónunni, valhnetur voru muldar með handafli í þetta sinn, brauðraspur, olía, vökvi, krydd…öllu blandað saman.

Ég hefði auðvitað getað náð í stól og klifrað eftir mortelinu sem er uppi í hillu en mér fannst ekki taka því. Þeir sem eru hærri eða nenna geta vissulega gert það – notað mortelið eða klifrað uppá stól það er. En það tekur annars stuttan tíma að mylja valhnetur með handafli og þarna var eitt óþarfa uppvask frá.

Klínt yfir fisk og þistilhjörtu – inn í ofn í sirka 20 mínútur á 220-250 gráðum. Fer eftir styrkleika ofns og hversu þykk fiskstykkin eru. Um að gera að fylgjast bara með og athuga…hækka eða lækka eftir því sem við á þar til allt er tilbúið.

IMG_6799

IMG_6812

Þá er bara að kalla “matur”!

Verði ykkur að góðu:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s