Lúðu “confit”

on

Smá tiltekt í myndasafninu á þessum haustdegi í maí.

Kemur aldrei sumar?

Þessi er búin að vera leiðinni í smátíma. Lúða. Og andafita. Nú saman. Hægt og rólega…varlega…

Andafitu nota ég oft í eldhúsinu – ásamt ólífuolíu og smjöri.

Fer eftir því hverju ég er að sækjast eftir í það og það skiptið.

Andafita gefur ákveðna dýpt, þetta auka “eitthvað” sem erfitt er að útskýra og þolir þar að auki háan hita mjög vel.

En líka lágan hita.

Og í þetta sinn smeyg hún svo fallega saman við lúðuna að það lá við að tár lækju niður kinnar mínar af gleði. Það er kannski pínu ýkt!

En góð var hún….bráðnaði alveg í munni og laukurinn gaf líka enn aðra vídd. Sjáið þið stundum bragð sem liti? Nei – förum ekki þangað! Haha!

Það þarf ekki alltaf sterkustu kryddin til að gefa bragðbestu útkomuna – alls ekki. Og útkoman getur orðið litrík jafnvel þótt lúðan sé skjannahvít. Allavega!

Kartöflur með andafitu í ofni klikka aldrei. Gætu jafnvel verið einar og sér í matinn.

Í þetta sinn prófaði ég að hægelda lúðu í andafitu og vá….mæli með því;)

IMG_6405

Ég held að þetta þarfnist lítilla útskýringa – lúða, laukur, kartöflur, andafita og lime eða sítróna ef vill. Jú. Sjávarsalt.

Það var allt og sumt í þetta sinn. Og þolinmæði. Tími. Ekkert stress….

IMG_6389

Laukurinn á pönnuna fyrst – lengi lengi – leyfum honum að mauksjóða í andafitunni í 10-20 mínútur, tökum hann af pönnunni og skellum lúðunni á og lokinu á pönnuna. Ekki snúa eða hræra eða nokkuð annað en bíða rólega eftir að lúðan sé tilbúin.

Kartöflurnar – auðvitað fyrst inn í ofn og það heitan – 220-250 gráður. Andafita, vatn, sjávarsalt og kartöflur.

IMG_6397

Alls ekki hærri hiti en þetta – ef þið eruð ekki með gas, þá bara lægsti hiti mögulegur. Ég er hrifin af gasi, en stundum þætti mér ágætt ef ein hellan væri rafmagns. Auðveldara að stýra hitanum þegar eitthvað á að malla hægt og rólega. En ekkert vandamál svo sem – bara fylgjast með og lækka ef þarf.

IMG_6391

IMG_6405

Eftir svona 20-30 mínútur af lúðu á pönnu (eftir þykkt bara – best að fylgjast með) – 40-50 mínútum af karftöflum í ofni – er hægt að kalla matur. Lúða er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og oft fer hún í ofn með ólífuolíu og smjöri, smá sítrónu og sjávarsalti. Klikkar aldrei og er ekki síðri köld daginn eftir.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s