Ein schnitzel, Bitte! Danke sehr…

Einfalt og gott “sunnudags” og næstum eins og að vera kominn í Prater

IMG_6955

8-900 gr svínasnitsel

Hveiti (salt, hvítur pipar, hvítlauksduft, paprika, oregano)

Egg – sirka 2 egg

Ljós brauðraspur

IMG_6937

Ég krydda hveitið alltaf dálítið vel – auðvitað er salt og pipar “nóg” en smá hvítlauksduft, smá paprika og slatti af oregano gefur oft gæfumuninn.

Kjötinu velt úr hveiti og allt “auka hveiti” dustað af en samt passað að það sé hveiti “alls staðar”.

Beint í eggið – allt auka af – beint í raspinn – beint á heita pönnu með ólífuolíu og smjöri. Smá af hvoru um sig. Steikja vel á báðum hliðum og passa að allt taki lit en brenni ekki – vissulega;)

Meðlæti? Kartöflur. Algjörlega. Og súrar gúrkur og sinnep.

Sítróna finnst mér algjörlega nauðsynleg með líka.

Rauðrófur ef vill og svo bara….matur?

Einfaldur sunnudagsmatur til dæmis?

P.s.hver ætlar að vaska upp?

Verði ykkur að góðu!:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s