Laukrétt fyrir lasna…

Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það…

IMG_8516

Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki.

Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. 

Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk.

D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk.

Og svo lauksúpa. 

Það er alltaf til laukur hér, enda grunnurinn að flestum góðum réttum.

Og hvítlaukur að sjálfsögðu líka.

Og portvín….ekki alltaf til, en gott að eiga í rétti eða staup eftir matinn;)

10 laukar

10 hvítlauksrif

100 ml portvín

Sirka 2 lítrar vatn

3-4 lárviðarlauf

2 msk eða svo timían

Sjávarsalt

Hvítur pipar

Svartur pipar

Ólífuolía

Vatn

Nautakraftur (eða kjúklinga eða grænmetis ef vill – en nauta virkar best)

Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn malla í ólífuolíu og salti. Hvítlaukur skorinn i þunnar sneiðar og bætt saman við. Haft á lágum hita og leyft að malla í allavega hálftíma – helst lengur. Þá fer portvínið útí og tilvalið að fá sér staup af því meðan beðið er eftir súpunni.

Þegar vínið hefur aðeins gufað upp af lauknum og þið eruð búin að skella í ykkur staupinu, fer vatn útí pottinn og kraftur. Nema þið hafið lagt í að gera kraftinn frá grunni sem ég leyfi mér að efast að kvefað fólk leggi í nema hafa nautabein og fleira til taks. En það er aldrei að vita. Ef þið nennið og eigið í það – þá endilega.

Annars bara 4 teningar af nautakrafti og vatn. Og timían. Og hellingur af pipar.

Látið malla í væna klukkustund – þar til laukurinn er orðinn linur og þið sátt við útkomuna. Lyktin ein og sér hrekur held ég flestar pestir á brott og hreinsar kinnholurnar meðan súpan mallar – hvað þá þegar í skálina er komið.

Er annars komin heim eftir langt og gott ferðalag. Sumrinu var varið í miklum hita. Of miklum á stundum.

Ótal myndir, hugmyndir og uppskriftir á leiðinni.

Búin að vera með smá “bloggmóral” – þó svo ég sé einungis að henda hér inn fyrir sjálfa mig og vonandi njóta einhverjir góðs af og fá hugmyndir að þvi hvað á að vera í matinn.

Og vonandi stoppar þessi hálsbólgu-kvefpest ekki lengi við.

Eitthvað er að virka – því á tveim dögum er ég að verða mun hressari. Nema það sé allt þetta Panodil hot sem er að virka?…hmm…En súpan er góð, holl og einföld!

Allavega!

Verði ykkur að góðu!:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s