Eggaldin “pizza” – einfalt, fljótlegt og gott

Eggaldin hafa alltaf verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér. Þau eru fjölhæf og passa vel í ýmsa rétti. Og geta verið aðalréttur ein og sér – með smá viðbót í þetta sinn…

IMG_8625

Ég sker þau í tvennt langsum, pensla með ólífuolíu og strái ögn af sjávarsalti yfir.

Inn í ofn við 180 gráður í 10-20 mínútur eða þar til þau eru orðin mjúk og fullelduð.

Þau mega líka vel taka smá lit – það gefur þeim bara meiri dýpt.

Síðan er bara að raða ofaná því sem hver vill.

Góð marinarasósa er lykilatriði. Ferskur basil, spínat, sveppir, tómatar, geitaostur, chorizo…það sem er til og það sem hugurinn girnist.

Aftur fara þau síðan inn í ofn þar til osturinn er gullinn og ekki er verra að hafa smá salat með.

Þá er maturinn tilbúinn:)

 

IMG_8634

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s