Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;)
Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff…
Hún geymist endalaust í glerkrukku inni í ísskáp þannig að það er óhætt að kaupa krukku eða tvær. Ég hef hægeldað lúðu í andafitu og það opnaðist önnur vídd. Steikt egg í andafitu eru frábær.
Þegar tími vinnst til á næstunni þá eru nokkrar hugmyndir að gerjast í kollinum á mér tengdar andafitu. Ég á nefnilega til heil ósköp af henni eftir mikla “andasteikingu” um daginn. Ég steikti alveg óheyrilega mörg andalæri og geymdi fituna að sjálfsögðu;) Nokkrir lítrar…
Á heimleið á föstudaginn kom ég við í Kjöthöllinni og kippti með fallegri nautalund. Vitandi sem væri að hún myndi duga í tvo daga – á tvenna vegu.
Föstudagur – einfalt – kartöflur í ofn með andafitu og rósmarín. Lundin krydduð vel og steikt úr andafitu. Sveppir á pönnu – reyndar með smjöri, hvítlauk og timian.
Laugardagur – restin af steikinni skorin í minni bita, flösku af þykkri teriyaki sósu hellt yfir og síðan er hafist handa við annan undirbúning.
Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og settur á pönnu ásamt ólífuolíu, andafitu og sjávarsalti…og leyft að brenna ögn…
Næst fara sveppir á pönnuna með lauknum. 3-400 gr eða svo.
Þá koma paprikur – Ein gul, ein rauð, ein græn…svona ef maður er með papriku-valkvíða.
Loks smávegis af kryddi – chili, salt og pipar – og dass af rauðvínsediki…og….BBQ sósa…hvaða tegund sem er í raun – um að gera að nota opnu flöskuna inni í ísskáp sem enginn veit hvað á að gera við. Auðvitað má nota meira teriyaki – en trúið mér – smá BBQ sósa….gefur rétta bragðið;) Eins má sletta smá sojasósu og tómatsósu á pönnuna í staðinn – það virkar líka. Alltaf að nota það sem er til – hálffullar sósuflöskur í ísskápnum…nei…tekur of mikið pláss og óþarfi að láta hálfar sósuflöskur skemmast.
Malli malli malli….þar til paprikurnar hafa linast ögn…og suðan er að koma upp í pottinum með vatninu fyrir núðlurnar….
Þegar suðan er komin upp, núðlurnar komnar í pottinn, paprikur orðnar linari…fer kjötið á pönnuna…