Tartalettur-klassískar og veganvæddar

Screen Shot 2018-12-09 at 10.31.47 AMTartalettur eru hugsanlega vanmetnasta fyrirbæri ever. Einfaldar að bera fram, auðvelt að útbúa alls kyns góðar fyllingar og tilvalið að hafa í veislum. Vissulega má ganga alla leið og gera skelina, en…..það er hægt að fá alveg ljómandi fínar úti í búð þannig að…. Við skulum bara einbeita okkur að fyllingunum.

Ég gerði þrjár útfærslur – klassískar með hangikjöti og grænmeti, aspas og sveppa sem voru báðar vegan. Hér koma uppskriftirnar nokkurn veginn. Að vanda mældi ég ekki nákvæmlega – en það borgar sig að hafa fyllingarnar nokkuð þykkar svo þær haldi sér í forminu.

Grunnurinn er alltaf Bechamel – eða vel þykkur jafningur.

Smjörbolla – eða “ólífuolíubolla” í vegan tilfellum. Passa síðan að hafa mjólk eða sojamjólk heita þegar henni er bætt útí bolluna og hræra vel svo það komi engir kekkir. Bæta síðan því sem vill útí – þetta er hugsanlega í eina skiptið sem séð tilgang með tilveru sveppa í dós. Þeir dóu dálítið fyrir 100 árum finnst mér og þegar ég fékk þá á hamborgara á veitingastað hér í bæ fyrir ekki svo löngu, hélt ég að ég myndi æla og fannst ég vera stödd í massívu tímaflakki.

Það var því með smá efa sem ég teygði mig í sveppadósirnar í hillunni úti í búð – en…..hérna virkuðu þeir. Uppskriftir? Ok!

Nokkurn veginn að vanda – enda var ekki mælt nákvæmlega frekar en vanalega. Myndina tók ég að gamni og ekki ætlunin að henda í uppskrift frekar en svo oft áður – en hér koma þær!

Athugið hver og ein dugar í ansi margar – þess vegna er kjörið að útbúa þær daginn áður þess vegna og hafa allt tilbúið til að henda tartalettum í ofn eftir því sem þarf í veislum. Þetta er kjörinn “pinnamatur” og við flestra hæfi.

Passið að bæta vökvanum(mjólk eða sojamjólk) jafnt og þétt saman við smjör/ólífuolíubolluna og munið að þegar grænmetið, aspasinn eða sveppirnir bætast saman við – þá þynnist sósan. Hafið hana því extra þykka.

Hrærið vel allan tímann meðan hún er að þykkna – bæði til að hún brenni ekki, svo allt jafnist út og ekki komi kekkir og eins þarf hveitið að “eldast” – það er að segja – hveitibragðið þarf að eldast úr….

Í fyrstu er sósan þunn – en þykknar síðan eftir smástund meðan hrært er. Ef hún verður of þunn er minnsta mál að útbúa meiri smjör eða ólífuolíubollu í öðrum potti og bæta saman við gumsið.

Þegar kemur að því að fylla tartaletturnar, er tilvalið að nota ískúlara en alls ekki nauðsynlegt. Passið bara að fylla þær vel en þó ekki þannig að leki út fyrir – inn í ofn í 15-20 mínútur eða svo á um 160-180 gráðum. Ofnar eru mismunandi – bara fylgjast með og þegar er kominn smá litur, þá taka þær út.

 

Hangikjöts…

Hangikjöt – 1,5 kíló sirka – soðið og skorið í teninga

Blandað grænmeti í dós – 3 dósir+safi úr 2 dósum og smá af soðinu af hangikjötinu uppá bragðið.

Bechamel sósa (sjá neðar)

Aspas…

Vegan Bechamel (sjá neðar)

Aspas í dós (ég var með grænan) – 3 dósir+safi

Sveppa…

Vegan Bechamel (sjá neðar)

Sveppir í dós – 3 dósir+safi

Sveppakraftur – teningar – 2 teningar (hitað með sojamjólk og safa úr sveppunum)

Bechamel

Smjör – 200 gr

Hveiti – 250-300 gr

Mjólk – 1-1,5 líter

Safi úr 3 dósum af grænmeti

Vegan Bechamel

Ólífuolía – 80-100 ml

Hveiti – 250-300 gr

Sojamjólk- 1-1,5 líter

Safi úr aspas/sveppum

Verði ykkur að góðu!:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s