Latur kjúklingur í fati=lítið uppvask

Þetta er varla uppskrift.

Og þó.

Ég er líklega sjaldnar með kjúkling en gengur og gerist.

Oftast kaupi ég heilan kjúkling, hendi honum inn í ofn og gleymi honum þar í 45-60 mínútur – eftir stærð kjúklings og letistigi húsmóðurinnar.

Helst reyni ég að henda meðlætinu með – til að spara uppvask. Af því það skal viðurkennast – uppvask er oftast leiðilegasti hluti eldamennskunnar.

Slatti af kartöflum, svipað magn af gulrótum, tvö lime skorin og kreist yfir kjúklinginn, einhverju af þeim hent í fatið og hinu troðið inn í kjúklinginn.

2 heilir hvítlaukar – flest hvítlauksrifin lentu í fatinu og einhver inni í kjúklingnum.

Það er nefnilega gott að krydda hann “að innan” og troða lime og hvítlauk þangað.

Hann verður safaríkari og þolir betur að gleymast í ofninum ef svo ber undir;)

Ólífuolía, salt og pipar, chili – nokkrum rósmarín greinum stungið hér og þar, eitthvað af vatni svo allt brenni ekki í tætlur og inn í ofn á 180-200 gráður þar til tilbúið.

Það er engin “fyrir” mynd.

Myndir af hráum kjúkling eru með því mest óaðlaðandi myndefni sem finnst af mat.

 

img_9366

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s