Bolludags….

Bolludagur…bolludagshelgi…bolludagsvika….

Nú eru væntanlega flestir búnir að baka eða kaupa sínar bollur og aðalveislan verið í gær, sunnudag.

Sem mér finnst alltaf pínu svindl.

Ég sakna þess að sjá ekki bolluvendi víðar. Ég man að það var alltaf aðalstuðið – að ná að vakna á undan öðrum og flengja alla með bolluvendinum. Kannski er það bara sadistinn í mér – hver veit.

BolludagsTalandi um sadisma. Vondar bollur. Fékk eina slíka í gær úr bakaríi og bragðlaukar mínir sögðu mér að hún hefði líklega verið bökuð fyrir einhverjum dögum. Það var geymslubragð af henni og áferðin “sérstök”. Rjóminn var bragðlaus og hafi átt að vera vanilla, þá hefur gleymst að setja hana saman við jurtarjómann sem var á henni.

Ég velti fyrir mér hvort það taki því að setja inn enn eina uppskrift af vatnsdeigsbollum – þannig að ég ætla að sleppa því.

Screen Shot 2019-03-04 at 4.26.45 PM

En kremið þurfið þið að kunna – eða rjómann. Þeir sem vilja alvöru púnsbollur það er.

Rommdropar duga ekki til, heldur verður að vera Stroh romm – eða það finnst mér. Og alveg vel ríflega af því þannig að rjóminn verði dálítið bleikur – stroh nefnilega litar rjómann aðeins.

Þeyta rjóma, hella vel af Stroh útí og smá af flórsykri.

Það eina sem þarf á bollu og síðan smávegis af flórsykri yfir.

Eða stappa vel þroskaðan banana, blanda með þeyttum rjóma, gera salta karamellu, rista möndlur….það passar líka vel í bollur þó svo Stroh bollurnar séu alltaf dálítið í uppáhaldi. Skál og bolludags!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s