Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…).
Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín?
Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan yfir og smástund aftur inn í ofn…og bara…MATUR!:)
Eigum við nokkuð að vera að flækja þetta meira? Sólin skín og tilvalið að viðra sig aðeins eftir matinn.
Lofa annars að vera duglegri að henda hér inn (er eiginlega að lofa sjálfri mér því – hef verið aðeins of önnum kafin í vetur). Vona að einhver njóti góðs af og fái hugmyndir. Over and out!