Netflixkaka

on

IMG_0364Það má skera hana og skella í frystinn.

Fólk getur laumað sér í bita þegar því hentar.

Það má líka borða hana alla í einu, en þá er hætt við að fólki verði illt í maga…eða verði allavega pakksatt og bumbult…

Ég hef aldrei skilið sjónvarpsköku.

Nafnið…hmm…það hlýtur að koma frá þeim er sjónvarp var að koma á heimili landsmanna, allir biðu eftir dagskrá kvöldsins með köku á postulínsdisk og líklega mjólkurglas í hönd? Var búið að taka til og allir púðar á sínum stað í sófanum-dustaðir og fínir?

Þannig sé ég það allavega fyrir mér.

Þessi er nútímalegri á margan hátt:

1) Hana þarf ekki að baka

2) Það tekur 5 mínútur að henda henni saman og 20-30 mín hámark að bíða eftir að hún verði tilbúin til skurðar (ef maður hendir henni í frystinn það er).

3) Það má leika sér með útfærslur að vild – meira um það síðar.

4) Sykurlaus og “eiginlega ekki nammi”

Eigum við að vinda okkur í hana? Setjið Netflix á pásu og hendið henni saman. Ok!

IMG_0356

 

Botn

100-150 gr smjör

100-150 gr möndlumjöl

Smjörið brætt, möndlumjöl útí eins og þarf. Þar til líkist marsipani.

Smjörpappír í form og möndlugumsinu klínt jafnt eftir bestu getu.

Þessi botn er fínn með margskonar “fyllingum”. To be continued…

Fylling

3-4 msk kókosolía

3-5 msk hrákakó

250 gr mascarpone

150-200 ml rjómi

Ristaður kókos yfir.

Eða eitthvað annað. Valhnetur til dæmis?

Bræða kókosolíu og smjör – hrákakó útí.

Osturinn þar útí og hrært vel. Loks rjóminn. Þar til þetta lítur út eins og þykkur búðingur. Ég notaði töfrasprotann. Mjög tímasparandi. Það má líka nota trésleif ef vill eða hvaða aðferð sem þóknast til að berja þetta saman.

Henda í frystinn í 20 mín eða svo – taka úr þvottavél og henda í aðra ef þarf – ekki nauðsynlegt en styttir biðtímann.

Hér er svo minimalistanammi dauðans.

IMG_0366

2-3 msk kókosolía brædd í potti.

3-5 msk hrákakó

Skellt á smjörpappír og heilum helling sesamfræjum stráð yfir. Hægt og rólega….”Súkkulaðið” byrjar að storkna þegar fræin detta á það. Fín núvitundaræfing….

Reynt að hafa þetta eins og þunnt og hægt er. Þetta er beiskt og fór misvel í heimilisfólk. Ég hugsa að ég fái að eiga þetta alveg í friði sem er bara ágætt sko…

Kakan klár. Allir komnir í sitt horn með sína tölvu og sinn þátt.

Allt eins og það á að vera.

Verði ykkur að góðu!:)

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s