Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði…
Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað.
Þá eru bökur oft málið. Deigið er einfalt.
250 gr hveiti
125 gr smjör
Ögn af salti
u.þ.b 50 ml ískalt vatn (stundum minna, stundum meira-fer eftir hversu þurrt hveitið er).