Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði…

69815722_10157752001767718_5297166647159685120_o

Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað.

Þá eru bökur oft málið. Deigið er einfalt.

250 gr hveiti

125 gr smjör

Ögn af salti

u.þ.b 50 ml ískalt vatn (stundum minna, stundum meira-fer eftir hversu þurrt hveitið er).

 

IMG_1857

Hér í þessum LINK er uppskriftin, en ég skal játa að yfirleitt nenni ég ekki að skíta út matvinnsluvél og geri þetta bara í höndunum. Né heldur nenni ég að blindbaka-passa bara að allt sé vel kalt þegar það fer í ofninn og krossa fingur. Virkar alltaf;)

Ég finn ekki stóra formið í  færslunni í linknum, en er með minni-sem er bara fínt. Þá er einfalt að gera margar tegundir úr einu deigi. Það dugar í alveg…þrjú 9 tommu form eða svo. Allavega!

Hér er ein blaðlauks (svona sirka) – fyllingin það er:

1 blaðlaukur-hvíti hlutinn

Væn matskeið smjör

Smá salt

Skorinn smátt, allt á pönnu á lágum hita og….malla…

IMG_1860

Fylla bökuskelina með blaðlauknum þegar hún kemur úr ofninum og bæta eggja/rjóma/ostablöndu útá.

Hvaða ost? Það sem er til. Í þessu tilfelli var það Red Leicester ostur og parmesan. Cheddar er líka fínn eða bara rifinn ostur einhvers konar.

Sirka 3 egg, 100 ml rjómi, smá hvítlauksduft, smá paprikuduft, smá salt, smá pipar, slatti af osti og enn meira yfir. Smá oregano yfir.

Og aftur inn í ofn!

IMG_1861

Best að hafa á háum hita og stutt – þegar allt er orðið passlega stíft en ekki of – er bakan tilbúin.

70344691_10157752001677718_8678938640929259520_o

Og svo er það banana-pekan-bakan…hún kemur síðar.

69798643_10157752001567718_523692513521827840_o

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s