Kiwi-lime-kókosís sem tekur 5 mínútur að henda saman


Innihald:

4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :)

2 lime – safi og börkur

200 gr sykur

100 ml vatn

200 ml kókosmjólk

Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr.

Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime, kókosmjólk og kiwi) og inn í frysti.

Muna að hræra í skálinni við og við þar til þið nennið ekki að standa upp enn einu sinni á sirka..hálftíma fresti. Biðjið þá aðra fjölskyldumeðlimi að taka  hræriríinu og vonið það besta.  Farið að sofa og fáið ykkur væna skál af kiwi-lime-sorbet næsta dag. Ferskt og gott og ferlega einfalt.

Lengra er það ekki að þessu sinni – ísinn tilbúinn og ekki eftir neinu að bíða;)

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s