Osso buco & gremolata

Nú haustar og þó svo enn sé ekki orðið mjög kalt, þá er farið að dimma ansi snemma.

Það kallar á kertaljós og kássur ýmis konar. Osso buco kemur þar sterkt inn.

Þessi uppskrift er án hveitis, en það má að sjálfsögðu velta kjötinu úr hveiti áður. Mér þykir það ekki nauðsynlegt. Það má líka vel þykkja sósuna eftirá með smjörbollu (smjöri og hveiti) ef þörf þykir á.

Sunnudagsmorgna er oft gott að nýta í eldamennsku. Undirbúningur hér er stuttur og síðan mallar allt í rólegheitum, hægt að slökkva undir, skreppa út, koma svo aftur síðdegis og kvöldmaturinn er tilbúinn. Ekkert vesen eða tímapressa. Hægt að dóla sér í berjamó, út að labba og bara gera eitthvað skemmtilegt vitandi að allt er tilbúið þegar heim er komið og allir orðnir svangir.

Osso buco:

2 kg Osso buco

2 laukar – frekar smátt skornir

4-5 gulrætur (meira ef vill)

2-3 sellerístilkar

1 heill hvítlaukur

1 fennel (má sleppa)

1 heill hvítlaukur – eða 4-5 rif ef mjög stór

2-3 msk tómatpúrra

2 dósir tómatar

1/2 – 2/3 af rauðvínsflösku (restin fer í glas….;)

1,5-2 L vatn

2-3 teningar – grænmetis/kjúklinga/nauta (eða einn af hverri gerð)

1/2 búnt steinselja

3-4 lárviðalauf

Salt og pipar

Olía

Það er þægilegast að byrja á að setja olíu, salt og pipar í fat og velta stykkjunum úr því.

Steikja síðan á báðum hliðum og taka úr pottinum.

Þá fer laukur, sellerí og gulrætur í pottinn (ásamt fennel ef þið ætlið að nota hann) og öllu leyft að taka smá lit. Þá dettur smátt saxaður hvítlaukur útí, því næst tómatpúrra, rauðvín og loks tómatar í dós. Þá fer kjötið aftur útí ásamt vatni (bara látið flæða vel yfir), lárviðarlaufum og loks fer lokið á. Til hálfs allavega.

Þessu er leyft að malla í um tvo tíma á vægum til meðalhita en þá er slökkt undir. Tilbúið til upphitunar þegar heim er komið.

Það er nauðsynlegt að gera gremolata með. Einfalt, gott og já….nauðsynlegt með finnst mér.

Gremolata:

1/2 búnt steinselja

Sítrónubörkur af einni vænni sítrónu

1/2 – 1 hvítlaukur

Allt saxað smátt og hrært saman.

Ágætt að gera þetta rétt áður en maturinn er borinn fram svo allt þorni ekki.

Síðan er það meðlætið.

Þar er hægt að gera ýmislegt.

Kartöflumús (þess vegna úr pakka-bara setja nóg af smjöri og smá hvítlauksduft útí).

Polenta smellpassar að sjálfsögðu með.

Eða bara sjóða nokkrar fallegar kartöflur, skera þær í bita og setja á diska undir réttinn áður en borið er fram.

Ekki klikka á því að borða ekki beinmerginn. Hann er það besta.

Það verður örugglega töluvert af vökva/sósu eftir sem er tilvalið að breyta í súpu daginn eftir.

Þegar vökvinn hefur kólnað í ísskáp yfir nótt, er fitunni aðeins fleytt af (smekksatriði að sjálfsögðu) og síðan er lítið mál að bæta við meira grænmeti. Því sem er til í raun. Og ef það er afgangur af kjötinu, þá er það að sjálfsögðu ekki spurning.

Fleiri gulrætur, kartölur, paprika, brokkolí, grænkál…fleiri kryddjurtir…bara það sem er til í raun og fólki langar í.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s