Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….
Category: Bakstur
Rauðkáls-rauðlauks- makkarónusamviskubit með heims(k)spekilegu ívafi,jólapælingum og heimasömdu lagi
Skrollið niður fyrir uppskriftir. Ekki af makkarónum samt. Hana fáið þið aldrei. Ég endurtek…ALDREI! Þetta varð skuggalega langt blogg miðað við mörg hér á síðunni, en aldrei þessu vant hef ég smá tíma…Ætti kannski að vera að taka til eða EITTHVAÐ…en það fer að gerast…það fer alveg að gerast…geisp…. Í ár er fyrsta árið síðan…
Kiwi-lime-kókosís sem tekur 5 mínútur að henda saman
Innihald: 4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :) 2 lime – safi og börkur 200 gr sykur 100 ml vatn 200 ml kókosmjólk Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr. Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime,…
Kanntu böku að baka? Já það kann ég…
Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…
Netflixkaka
Það má skera hana og skella í frystinn. Fólk getur laumað sér í bita þegar því hentar. Það má líka borða hana alla í einu, en þá er hætt við að fólki verði illt í maga…eða verði allavega pakksatt og bumbult… Ég hef aldrei skilið sjónvarpsköku. Nafnið…hmm…það hlýtur að koma frá þeim er sjónvarp var…
Bolludags….
Bolludagur…bolludagshelgi…bolludagsvika…. Nú eru væntanlega flestir búnir að baka eða kaupa sínar bollur og aðalveislan verið í gær, sunnudag. Sem mér finnst alltaf pínu svindl. Ég sakna þess að sjá ekki bolluvendi víðar. Ég man að það var alltaf aðalstuðið – að ná að vakna á undan öðrum og flengja alla með bolluvendinum. Kannski er það…
“Pasteli” með smá tvisti
Pasteli í alls kyns útfærslum fæst í næstum hverri verslun á Grikklandi. Upprunalega útgáfan mun vera eingöngu með sesamfræjum og er mörg þúsund ára gömul. Hunang og sykur er yfirleitt uppistaðan og síðan er bætt við fræjum, hnetum eða því sem vill. Það detta vanalega nokkrar stangir af þessu góðgæti í pokann minn þegar ég…
Mánudags “kruml”með plómum
Það er alltaf fljótlegt og þægilegt að henda í gott “kruml”. Hvort heldur er “plómukruml” eins og lenti í ofninum kvöld – epla eða banana eins og þessari færslu hér…eða bland af öllu bara….Einfaldleikinn er samt oftast bestur þannig að ég set frekar eina tegund af ávöxtum-eða blöndu af berjum…en allavega! Að krumlinu! Það var…
Döðlu og kardimommusjeik að hætti hússins
Döðlur eru dálítið uppáhalds og kardimommur líka…þannig að úr varð þessi góði drykkur sem geymist vel í ísskáp. Einföld hráefni, fljótlegt og gott. Ég geri oft eina til tvær flöskur af einhverju góðu til að eiga í ísskápnum. Bæði finnst mér erfitt að finna eitthvað gott “morgunmatar-dót” og eins er frábært að eiga eitthvað gott…
Súkkulaði-banana-kókos-sprengjur kvöldsins
Jamm… Þær líta kannski svipað út og “gulrótarkakan”um daginn-þessar í síðustu færslu, en eru alls ekki eins samt;) Báðar góðar – stundum er maður í stuði fyrir gulrætur og stundum fyrir súkkulaði. Þannig er það bara. Þessar urðu meira eins og kókoskúlur, nema bara í hollara lagi. Alls ekki nákvæm hlutföll – en nokkuð nærri….
“Gulrótarkaka” kvöldsins
Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti. Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…
Súkkulaði og “súkkíní” möffins
Það var hálfur kúrbítur eitthvað þvælast fyrir mér inni í ísskáp… og mig langaði að baka eitthvað gott og ekkert alltof óhollt….þannig að… Fann líka möluð chia fræ og agave síróp. Ætlaði einhvern tímann að gera einhverjar tilraunir með þetta, en fannst allt sem ég setti agave sírópið vera svo dísætt að gleymdi flöskunni bara…
Sítrónu/mascarpone “mús” og jarðarber í balsamediki
Þetta var ótrúlega frískandi og gott. Dálítið sumarbragð af þessu, þó svo veðrið sé ekki beint sumarlegt úti núna. Sítrónurnar komu spriklandi ferskar alla leið frá Sikiley en jarðarberin safaríku komu frá Íslandi. Nánar tiltekið Reykholti. Hvort tveggja nældi ég mér í í Frú Laugu fyrir helgina. Þetta er frekar einfalt: 400 gr mascarpone ostur…
Önnur svona “ekki uppskrift” sem er samt ansi góð…
Það er kannski ekki hægt að kalla þetta uppskrift-frekar en þessa hér Það besta þarf ekki alltaf að vera flókið. Og er ekki alltaf verið að segja fólki að borða meira af grænmeti og ávöxtum? (hef samt ekki prófað þetta með grænmeti….gúrkur með súkkulaði…nei..held ekki..) Það er sem sé til lausn! Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði,…
Jarðarber með balsamedik-súkkulaði….
Þetta er nú kannski varla uppskrift…en…ég ákvað að henda þessu hingað inn samt sem áður:) Allir vita að jarðarber og súkkulaði fer vel saman og flestir að jarðarber og balsamedik er nokkuð góð blanda. Súkkulaði og balsamediki smellpassar líka algjörlega saman. Nokkrir dropar í heitt súkkulaði gefa því aðra vídd. Það hjálpar að sjálfsögðu alltaf…