Döðludöðludöðl…..

Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….

Kiwi-lime-kókosís sem tekur 5 mínútur að henda saman

Innihald: 4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :) 2 lime – safi og börkur 200 gr sykur 100 ml vatn 200 ml kókosmjólk Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr. Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime,…

Mánudags “kruml”með plómum

Það er alltaf fljótlegt og þægilegt að henda í gott “kruml”. Hvort heldur er “plómukruml” eins og lenti í ofninum kvöld – epla eða banana eins og þessari færslu hér…eða bland af öllu bara….Einfaldleikinn er samt oftast bestur þannig að ég set frekar eina tegund af ávöxtum-eða blöndu af berjum…en allavega! Að krumlinu! Það var…

“Gulrótarkaka” kvöldsins

Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í  góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti.  Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…

Sítrónu/mascarpone “mús” og jarðarber í balsamediki

Þetta var ótrúlega frískandi og gott. Dálítið sumarbragð af þessu, þó svo veðrið sé ekki beint sumarlegt úti núna. Sítrónurnar komu spriklandi ferskar alla leið frá Sikiley en jarðarberin safaríku komu frá Íslandi. Nánar tiltekið Reykholti. Hvort tveggja nældi ég mér í í Frú Laugu fyrir helgina. Þetta er frekar einfalt: 400 gr mascarpone ostur…

Önnur svona “ekki uppskrift” sem er samt ansi góð…

Það er kannski ekki hægt að kalla þetta uppskrift-frekar en þessa hér Það besta þarf ekki alltaf að vera flókið. Og er ekki alltaf verið að segja fólki að borða meira af grænmeti og ávöxtum? (hef samt ekki prófað þetta með grænmeti….gúrkur með súkkulaði…nei..held ekki..) Það er sem sé til lausn! Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði,…

Jarðarber með balsamedik-súkkulaði….

Þetta er nú kannski varla uppskrift…en…ég ákvað að henda þessu hingað inn samt sem áður:) Allir vita að jarðarber og súkkulaði fer vel saman og flestir að jarðarber og balsamedik er nokkuð góð blanda. Súkkulaði og balsamediki smellpassar líka algjörlega saman. Nokkrir dropar í heitt súkkulaði gefa því aðra vídd. Það hjálpar að sjálfsögðu alltaf…

Skammarlega einfaldur eftirréttur…..

….og ekkert alltof óhollur heldur… Stundum þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Safaríkar plómur og epli geta auðveldlega breyst í eitthvað mikið meira. Þetta setti ég í ofninn hérna um daginn. Minnir að þetta hafi verið tvö epli og einhverjar fimm eða sex plómur. Skar eplin í bita og plómurnar í tvennt, setti í…

Villt hindberjasósa og ris a la mande

Þessi dásamlegu hindber tíndi ég í gær! Já. Tíndi. Villt. Rammvillt. Ég ætla ekki að segja ykkur hvar þau eru og þau ykkar sem vita það – vinsamlegast haldið kjafti! Vinsamlegast…. Það er greinilegt að loftslagið hér á landi hefur breyst töluvert, þannig að það er hægt að rækta eitt og annað. Ekki bara tómata…

Grjónagrautur í gær – ris a la mande í dag

Þetta er grjónagrauturinn – svona finnst mér allavega að hann eigi að vera. Ris a la mande uppskriftin kemur svo á morgun;) Upphafið má rekja til gærdagsins. Þá gerði ég hérna stóran pott af grjónagraut og lét það gott heita af eldamennsku það kvöldið. Það voru allir á leið á leikinn (nema ég, sem kaus…

Eitt epla og eitt bananakruml á leiðinni…

Eitt epla…. …og eitt banana…. …”crumble”…komið í ofninn…. Nú er bara að bíða – ekkert of lengi samt… Ég held að það finnist ekki einfaldari eftirréttur. Eða fljótlegri. Sulla bara saman í skál sykri, hveiti og haframjöli í svipuðum hlutföllum (100 gr á móti 100 gr eða svo). Bræði smjör…í svipuðum hlutföllum…Blanda öllu vel saman…

Ofnbakaður ananas með kanil og rommi

Þetta varð alveg ótrúlega safaríkur og góður eftirréttur. Og einfaldur;) Bara skera utan af ananasinum og taka harða kjarnann úr. Hann er ágætur í djúsvélina ef þið eruð með svoleiðis. Sett í eldfast mót, smá hrásykri, slettu og dökku rommi og pínu kanil skellt yfir og inn í ofninn. Aðalatriðið hér er að elda þetta…

Alvöru súkkulaðiís með súkkulaðibitum.

Þessi varð alveg ótrúlega góður og ALVÖRU. 1 líter mjólk 1 vanillustöng 245 gr eggjarauður 150 gr sykur 100 gr dökkt kakó 500 ml rjómi – þeyttur 300 gr súkkulaðibitar ( dökkt og hvítt – annað hvort eða bæði ) Eggin hrærð með sykrinum það til ljós og létt. Annað hvort hægt að gera þetta…

Bananatella

A healthier version of stracciatella! Well – “almost” straciatella. Perhaps more of a banana/caramel ice-cream with chocolate chips! Frozen bananas, milk, maple syrup and chocolate is all it takes to whip up an “instant” ice-cream. Actually, you don´t even need the chocolate – but still…. It´s good for you. Full of antioxidants. The more antioxidants,…

Baked potato and carmelized onion soup

Here´s an easy soup for a rainy day! Couldn´t be easier – just chop the onions, potatoes and garlic in chunks, add a little olive oil and some maldon or sea salt and throw it in the oven for about an hour. When the potatoes are cooked through and the onion has caramelized a bit,…