Skrollið niður fyrir uppskriftir. Ekki af makkarónum samt. Hana fáið þið aldrei. Ég endurtek…ALDREI! Þetta varð skuggalega langt blogg miðað við mörg hér á síðunni, en aldrei þessu vant hef ég smá tíma…Ætti kannski að vera að taka til eða EITTHVAÐ…en það fer að gerast…það fer alveg að gerast…geisp…. Í ár er fyrsta árið síðan…
Category: Eitt og annað
Laxa-carpaccio undir grískum áhrifum
Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Taupokasafnið þvegið og smávegis um frauðplast og matarsóun
Hluti af taupokasafni heimilisins kominn úr þvottavél – sumir hverjir hafa farið sirka vikulega í vélina í allavega 5 ár án þess að sjái á þeim. Þorna á nokkrum mínútum og hægt að kuðla saman og troða í töskur og vasa. Og henda í skottið á bílnum. Auðvitað gleymast þeir stundum heima og þá þarf…
Döðlu og kardimommusjeik að hætti hússins
Döðlur eru dálítið uppáhalds og kardimommur líka…þannig að úr varð þessi góði drykkur sem geymist vel í ísskáp. Einföld hráefni, fljótlegt og gott. Ég geri oft eina til tvær flöskur af einhverju góðu til að eiga í ísskápnum. Bæði finnst mér erfitt að finna eitthvað gott “morgunmatar-dót” og eins er frábært að eiga eitthvað gott…
Grasker og salvía í andafitu með ögn af múskati…
Grasker og salvía… Andafita og sjávarsalt Inn í ofn við háan hita þar til salvían er stökk og graskerið mjúkt. Á meðan… Graskersfræin hreinsuð og steikt á pönnu með andafitu og múskati. Nýrifnu að sjálfsögðu, því annað kemur ekki til greina. Bragðmunurinn á nýrifnu múskati og möluðu í krukku…tveir ólíkir hlutir. Pastað soðið…graskerfræin steikt þar til…
Kalkúnabringa með salvíu og lauksósu
Þetta hófst allt einhvern veginn svona…Og bringan var sirka 900 grömm. Tveir laukar og 2 sellerístikar á botninn, kalkúnabringan böðuð í ólífuolíu, sjávarsalti og hvítum pipar og skellt ofaná. “Nokkar” smjörklípur í fatið og slatti af salvíu ofaná bringuna. Nokkrar smjörklípur þar ofaná líka. Og inn í ofn. Hafði ofninn á 150-160 gráðum til að byrja með…
Kús-kúsið sem lenti í ofninum
Kús-kúsið í kvöld var með því betra sem ég hef hent í – kús-kús-lega séð. Það er nefnilega smá “helluvandamál” hérna sem þarf að laga, þannig að nokkurn veginn allt sem ég elda þessa dagana gerist í ofni. Sem betur fer eru tveir ofnar, þannig að það varð eitt og annað til. “Helluvandamálið” verður lagað…
Letilegt grænmetislasagna
Hugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld! Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu…
Í þetta sinn var indverskur….
Harissa maukið var búið og það vantaði eitthvað sterkt, gott og fljótlegt til að hrekja burt kvefið! Þetta var svo óundirbúið, að kjúklingurinn var eiginlega frosinn þegar hann fór inn í ofn en það kom ekki að sök. Tók bara aðeins lengri tíma, en ekkert svo;) Stundum nær maður ekki að hugsa mjög langt fram…
Öðruvísi harissa kjúlli og nú með tzatziki…
Þessi varð til hér um daginn…og er að verða til núna aftur… Velferðarleggir með harissa í þetta sinn. Allir heilu kjúklingarnir voru búnir og já…þessir leggir voru bara of djúsí að sjá til að sleppa þeim;) Það var enn eftir í krukkunni síðan um daginn og í millitíðinni varð meira að segja til harissa-borgari sem…
Harissa kjúklingur með kúrbítsnúðlum og hægelduðum tómötum
Hljómar flókið en er í raun fáránlega einfalt. Eins og með allt og þá skiptir hráefnið miklu máli. Aðalmáli. Einn kjúklingur 3-4 tsk harissa mauk 3-4 msk ólífuolía/arganolía (ég var með blöndu af báðum í þetta sinn) Blandað saman (olíu og harissa) og kjúklingurinn þakinn með blöndunni(passið að nudda ekki í ykkur augun næstu tímana…
Latt lamb í karrí
Þetta var mjög letilegt karrí. En gott! Ég er að hugsa um að hafa ekkert of mörg orð um það, heldur leyfa myndunum bara að flæða smá… 2 laukar + 1 tsk kókosolía + smá sjávarsalt Nokkrir tómatar… Sletta af hvítvínsediki.. 150 – 200 ml vatn… 3-4 tsk sætt karrí… Látið krauma saman þar til…
Eiginlega bara uppskrift af kartöflusalati….
Bratwurst eru um það einu pylsur sem mér finnst góðar, þannig að einstaka sinnum lenda nokkrar slíkar á pönnunni hjá mér. Það er hægt að fá ágætis pólskar pylsur frá fyrirtæki sem heitir Kjötpól víða og þær eru ekki troðfullar af uppfyllingarefnum og ógeði eins og margar aðrar tegundir eru. Ég er samt ekki alveg…
Gleðilegt ár – hér er eggjakaka
Óvá… Næstum liðið heilt ár frá síðustu bloggfærslu. Mikið vatn runnið til sjávar og margt skemmtilegt gerst en svona er þetta bara stundum. Líður pínu eins og þegar ég var lítil og gleymdi að skrifa í dagbókina mína í nokkra daga og skrifaði þá “Kæra dagbók. Afsakaðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað…
Eitthvað einfalt og gott sem varð til á pönnu….
Ó vá! Það er orðið ansi langt síðan ég hef hent hér inn færslu, hvað þá uppskrift. Sökum anna (meira um það síðar!), hefur fjölskyldan stundum þurft að leita á náðir hinna ýmsu veitinga og skyndibitastaða uppá síðkastið. Best að hafa ekki fleiri orð um það, en það er ansi margt misjafnlega gott að finna…