Innihald: 4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :) 2 lime – safi og börkur 200 gr sykur 100 ml vatn 200 ml kókosmjólk Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr. Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime,…
Category: Hádegismaturinn
Kanntu böku að baka? Já það kann ég…
Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…
Laxa-carpaccio undir grískum áhrifum
Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Eggaldin “pizza” – einfalt, fljótlegt og gott
Eggaldin hafa alltaf verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér. Þau eru fjölhæf og passa vel í ýmsa rétti. Og geta verið aðalréttur ein og sér – með smá viðbót í þetta sinn… Ég sker þau í tvennt langsum, pensla með ólífuolíu og strái ögn af sjávarsalti yfir. Inn í ofn við 180 gráður í 10-20…
Laukrétt fyrir lasna…
Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…
Kjöt og kartöflur – stundum þarf ekkert meira
Stundum þarf ekkert meira. Grínlaust. Smá sinnep. Kannski. Ef hráefnið er gott og rétt að staðið, er einföld eldamennska ofast málið. Þessi sérlega fallega nautalund hefði kannski ekki þurft mikið meira en salt og pipar? En mig langaði að prófa dálítið…. Þetta hófst sem sé allt á marineringunni í þetta sinn: 100 ml balsamedik 100…
Mangó/karrí/ kjúklingur/tortillur…
Tilvalið fyrir fólk sem þolir ekki hálfar krukkur af sósum inni í ísskáp. Og vill klára þær og halda lífinu áfram. Ok? “Hálfkláraðar sósukrukkur í ísskáp fólk” – þið vitið hver þið eruð! Mig grunar að margir kaupi sósur sem “passa með” þessu eða hinu, en gleyma svo að nota þær eða telja að þær…
Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik
Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu…. Á pönnuna fór: 1 laukur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 3 meðalstórar gulrætur ….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti… Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí. Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og…
Sveppasúpa með blaðlauk og þistilhjörtum
Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, “smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…..og nægum tíma. Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit….
Eggjakaka með vorlauk og reyktum lax
Það eru oftast til egg í ísskápnum og fátt einfaldara og þægilegra en að henda í eggjaköku. Í þetta sinn með reyktum lax og vorlauk. Var að hugsa um að setja spínat…en fannst það eitthvað “of”. Stundum er betra að nota fá en góð hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Eiginlega bara alltaf. Allavega!…
Brakandi fersk blómkálssúpa, eggjasalat og gulrótarbrauð….
Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott… Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst. Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega! Blómkálssúpan…. Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum…
Einmana sæt kartafla sem lenti í potti með öðru góðu grænmeti og breyttist í pottrétt
Upphafið að þessum rétti (því sem lenti í pottinum í kvöld það er að segja!) var hið gífurlega magn af bankabyggi sem ég sauð í gær. Alls ekki óvart samt – var bara ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við það. Þetta varð niðurstaðan (það er samt mun meira bygg eftir í…
Indverskir hummusborgarar úr næstum því engu
Þessir urðu til á 2 mínútum. Grínlaust. Ætli það sé ekki best að byrja á hummusnum. Sem er sá einfaldasti í heimi. 2 dósir kjúklingabaunir 1 krukka sólþurrkaðir tómatar+olían af þeim Sletta af vatni – þar til hann er orðinn aðeins lausari í sér (sirka…100 ml eða svo). Allt maukað vel saman með töfrasprota. Það…
Tortillur dagsins – ekkert páskalegar
Þessar urðu til hér í kvöld. Í frystinum voru til tvær kjúklingabringur, í ísskápnum tvö algjörlega rétt þroskuð avókadó (jibbí jei!), smá ostur…smotterí af salati…hálf dós af sýrðum rjóma…osfrv osfrv. Og tortillur eru yfirleitt til – af því það er hægt að nota þær á svo margan hátt. Kjúklingabringur eru yfirleitt þrjár eða fjórar í pakka og…
Laukur í matinn!
Þegar bökunarkartöflurnar með grillmatnum gleymast og enginn er að fara að keyra langar leiðir eftir þeim – eða bara þegar vantar fljótlegan pastarétt? Hugsanlega einfaldasti pastaréttur í heimi og kannski sá ódýrasti. Skorar allavega hátt í þeim flokki;) Uppskrift? Ok! Nokkurn veginn svona… Laukurinn skorinn í frekar þykkar sneiðar og hent í fat. Smá sjávarsalt,…