Matarkistan

nafnspjoldÍ yfir 10 ár höfum við bakað hafraklattana okkur sívinsælu.

Þeir fást í öllum betri matvöruverslunum landsins og ef þið sjáið þá ekki í ykkar búð, þá ekki hika við að hafa samband á sigurveig@matarkistan.is

Þeir eru handgerðir og einungis notuð bestu hugsanleg hráefni.

Það er tilvalið að grípa þá með sér í nesti í vinnuna og skólann, eiga í bílnum til að grípa í og síðast en ekki síst í ferðalagið. Gefa góða orku og næringu í dagsins amstri.

Makkarónumynd

Makkarónurnar okkar eru sívinsælar í veislur sem gjafir. Það er gott að vera tímanlega með pantanir, þó svo við reynum að eiga alltaf eitthvað til ef óvæntar veislur eru framundan.

Við tökum að okkur veislur – stórar sem smáar. Engar snittur samt!

Ef þú ert að halda veislu eða matarboð þá ekki hika við að hafa samband.

Við gerum hlutina dálítið öðruvísi – erum ekki með lista yfir það sem er í boði, heldur kjósum að heyra frá fólki, þeirra hugmyndir, hvers lags veisla er, hvað hún má kosta og vinnum síðan útfrá því.

Eins bökum við töluvert fyrir aðra – bæði kökur og annað góðgæti.

Þú sérð alls kyns myndir og hugmyndir á facebook síðunni okkar og heimasíðunni.

https://www.facebook.com/matarkistan.is 

https://matarkistan.wordpress.com