Einfalt og gott “sunnudags” og næstum eins og að vera kominn í Prater 8-900 gr svínasnitsel Hveiti (salt, hvítur pipar, hvítlauksduft, paprika, oregano) Egg – sirka 2 egg Ljós brauðraspur Ég krydda hveitið alltaf dálítið vel – auðvitað er salt og pipar “nóg” en smá hvítlauksduft, smá paprika og slatti af oregano gefur oft gæfumuninn….
Lúðu “confit”
Smá tiltekt í myndasafninu á þessum haustdegi í maí. Kemur aldrei sumar? Þessi er búin að vera leiðinni í smátíma. Lúða. Og andafita. Nú saman. Hægt og rólega…varlega… Andafitu nota ég oft í eldhúsinu – ásamt ólífuolíu og smjöri. Fer eftir því hverju ég er að sækjast eftir í það og það skiptið. Andafita gefur…
Kássa húsbóndans og afleiðingar hennar
Þetta hófst allt á kássu hér á þriðjudaginn. Eitt af því fáa af viti sem eiginmaðurinn kom með í búið sem hægt er að setja á disk – uppskriftin það er. Man ekki alveg hvernig upphaflega útgáfan er – en hún er nokkurn veginn svona: 1 kg nautahakk 2 laukar 3-4 hvítlauksrif Tómatsósa (500 ml)…
Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni
Þessar eru búnar að vera á leiðinni á bloggið í dálítinn tíma. Hafði rænu á því að skrá niður hlutföllin og taka nóg af myndum og hér eru þær mættar! Steikja laukinn og beikonið – hrár laukur í kjötbollur – nei. Mikil mistök. Við steikjum hann áður – það er betra. Ok? Síðan bara blanda…
Sumarlegur þorskur/þistilhjörtu/ valhnetur/sítróna….
Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd. Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;) Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin…
Indverskur í ofni að hætti hússins.Tilvalinn fyrir fólk sem hatar uppvask.
Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður…
Kjöt og kartöflur – stundum þarf ekkert meira
Stundum þarf ekkert meira. Grínlaust. Smá sinnep. Kannski. Ef hráefnið er gott og rétt að staðið, er einföld eldamennska ofast málið. Þessi sérlega fallega nautalund hefði kannski ekki þurft mikið meira en salt og pipar? En mig langaði að prófa dálítið…. Þetta hófst sem sé allt á marineringunni í þetta sinn: 100 ml balsamedik 100…
“Ok! Er æfing?Nú? Er ekki æfing?” svínalundir í sítrussósu og andasteiktar kartftöflur á methraða með smá misskilningi
Það gengur ekki alltaf jafn vel að skipuleggja daginn. Spáið í allri spennunni sem maður færi á mis við ef allir í kringum mann væru skipulagðir og kynnu á klukku og ekkert óvænt kæmi uppá? Vá bara…. Tek það fram að þetta er kaldhæðni. Mér skilst að hún skiljist ekki alltaf á internetinu og ég finn…
“Allir fá að ráða sínu “florentine”
Spínat lék sem sé lykilhlutverk í eldmennsku kvöldsins – eins og í gær reyndar. Þar sem 2/3 hlutar fjölskyldumanna vildu “ekki lax” og 1/3 vildi lax….aftur…og kartöflur…varð þetta niðurstaðan – þessi færsla snýst þó aðallega um sósuna, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Og allir verða ferlega sterkir á eftir. Hellingur af spínati…
Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….
Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað. Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt. Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli. Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið…
Heimsins latasta pasta – tilbúið á innan við korteri
Þessi “uppskrift” er stutt og laggóð en dúndur góð. Soðið spaghetti, klettasalat, tómatar, parmesan og góð krukka af grænu pestói. Smá sletta af ólífuolíu ef pestóið er mjög þykkt. Tekur innan við korter að hafa allt til frá upphafi til enda og bara einn pottur sem þarf að þvo upp á eftir. Voila! Verði ykkur…
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Tómatar/paprika og pasta án plans en með parmesan
Þetta einfalda en góða pasta tekur smátíma en samt ekki. Undirbúningurinn tekur enga stund, þetta eldar sig að mestu sjálft en það er ágætt að byrja að huga að matnum sirka 2-3 tímum áður en hann á að verða tilbúinn. Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt á meðan. Það þarf sem sé lítið að…
Gnocchi úr bökuðum kartöflum
Þessar tvær ófrýnilegu bökunarkartöflur sem urðu afgangs eftir kvöldverð gærdagsins voru uppistaðan í meðlæti kvöldsins. Einföldu og góðu gnocchi sem fylgir hér á eftir…. Þetta er sem sé upphafið… Og þetta niðurstaðan.Svo koma alls kyns millistig í ítarlegu máli… Skafið innan úr kartöflunum og reynið að hafa ekki of mikið af hýðinu með. Smá er…
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….